Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 11:00 Efling Efling segir Ræstitækni brjóta gegn kjarasamningi í fjölmörgum liðum. Starfsmenn hafi engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast. Búist sé við nær tvöföldum vinnuhraða en eðlilegt telst án viðeigandi launahækkunar. Ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um starfshætti þrifafyrirtækisins Ræstitækni ehf. og tók viðtal við trúnaðarmann Eflingar á vinnustaðnum hana M. Andreinu Edwards Quero. Þar lýsti hún slæmum vinnuaðstæðum hennar og samstarfsfólks hennar ásamt óeðlilegum afskiptum stjórnenda fyrirtækisins af starfi hennar sem trúnaðarmanns. Óeðlileg afskipti af trúnaðarmennsku Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að haft hafi verið samband við félagið og Andreina sökuð um að dreifa röngum upplýsingum til vinnufélaga án þess að nokkur rök væru færð fyrir þeim ásökunum. Þá hafi Andreina einnig verið kölluð á fund þriggja yfirmanna þar sem henni var sagt að hún ætti ekki að eiga bein samskipti við vinnufélaga sína um kjaramál og að hún yrði að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Jafnframt segir að sama dag og Andreina hafi haldið starfsmannafund hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Bæði hefðu þau tjáð sig um réttindamál í fyrirtækinu. Lögmaður Eflingar hafi einnig gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en Ræstitækni hafi svikið það loforð, í trássi við lög. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræstitækni lýsti því í umfjöllun Ríkisútvarpsins að frásögn Andreinu komi sér á óvart og kannast ekki við það að starfsmenn hafi ekki aðgang að salernisaðstöðu. Þá segir hann að rætt hafi verið við Andreinu því hún hafi meðal annars verið að kynna tímamælda ákvæðisvinnu en fyrirtækið vinni ekki í slíku kerfi. Laun séu þó samkvæmt samningum og sumir starfsmenn yfirborgaðir. Enginn starfsmaður fái laun í samræmi við vinnuálag „Hjá Ræstitækni starfa ríflega 30 Eflingarfélagar. Flestir eru frá Venesúela og margir þeirra tala einungis spænsku. Þeir keyra milli verkstaða og er gert að ljúka við þrif á allt að 13 mismunandi stöðum innan sama dags víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fylgst er með þeim í gegnum GPS búnað. Starfsmenn hafa engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast yfir daginn. Vinnudagur þeirra er þannig skipulagður að þeir fá ekkert matarhlé,“ segir í tilkynningu Eflingar. Efling hafi ítrekað óskað eftir fundum með forsvarsmönnum Ræstitækni og gögnum um skipulag vinnunnar en án árangurs. „Starfsmenn Ræstitækni þurfa að ljúka verkum innan ákveðins tíma, oft á miklum vinnuhraða. Það kallast tímamæld ákvæðisvinna, sem greiða skal 20% hærra tímakaup fyrir. Enginn starfsmaður Ræstitækni fær greidd laun í samræmi við það,“ segir í tilkynningunni. Nær tvöfaldur vinnutaktur Efling hafi látið erlendan sérfræðing gera mælingar sem sýni að ómögulegt sé að vinna þá vinnu sem Ræstitækni krefst á tilætluðum hraða. Vinnutaktur Andreinu á verkstað hefði þurft að vera 190 en eðlilegur vinnutaktur samkvæmt kjarasamningum er 100. „Í vinnuverndarúttekt sem gerð var á vinnustaðnum vegna Andreinu eftir að hún varð ófrísk segir að hún hafi „sjaldan tryggan aðgang að salerni“ og sé „því með einhvers konar skál út í bíl sem hún notar til þvagláta.“ Eigandi fyrirtækisins sagðist í frétt RÚV 14. febrúar ekki kannast við þetta, þrátt fyrir að fyrirtækið sjálft hafi pantað úttektina og sent hana til lögmanns Eflingar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kjaramál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um starfshætti þrifafyrirtækisins Ræstitækni ehf. og tók viðtal við trúnaðarmann Eflingar á vinnustaðnum hana M. Andreinu Edwards Quero. Þar lýsti hún slæmum vinnuaðstæðum hennar og samstarfsfólks hennar ásamt óeðlilegum afskiptum stjórnenda fyrirtækisins af starfi hennar sem trúnaðarmanns. Óeðlileg afskipti af trúnaðarmennsku Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að haft hafi verið samband við félagið og Andreina sökuð um að dreifa röngum upplýsingum til vinnufélaga án þess að nokkur rök væru færð fyrir þeim ásökunum. Þá hafi Andreina einnig verið kölluð á fund þriggja yfirmanna þar sem henni var sagt að hún ætti ekki að eiga bein samskipti við vinnufélaga sína um kjaramál og að hún yrði að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Jafnframt segir að sama dag og Andreina hafi haldið starfsmannafund hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Bæði hefðu þau tjáð sig um réttindamál í fyrirtækinu. Lögmaður Eflingar hafi einnig gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en Ræstitækni hafi svikið það loforð, í trássi við lög. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræstitækni lýsti því í umfjöllun Ríkisútvarpsins að frásögn Andreinu komi sér á óvart og kannast ekki við það að starfsmenn hafi ekki aðgang að salernisaðstöðu. Þá segir hann að rætt hafi verið við Andreinu því hún hafi meðal annars verið að kynna tímamælda ákvæðisvinnu en fyrirtækið vinni ekki í slíku kerfi. Laun séu þó samkvæmt samningum og sumir starfsmenn yfirborgaðir. Enginn starfsmaður fái laun í samræmi við vinnuálag „Hjá Ræstitækni starfa ríflega 30 Eflingarfélagar. Flestir eru frá Venesúela og margir þeirra tala einungis spænsku. Þeir keyra milli verkstaða og er gert að ljúka við þrif á allt að 13 mismunandi stöðum innan sama dags víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fylgst er með þeim í gegnum GPS búnað. Starfsmenn hafa engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast yfir daginn. Vinnudagur þeirra er þannig skipulagður að þeir fá ekkert matarhlé,“ segir í tilkynningu Eflingar. Efling hafi ítrekað óskað eftir fundum með forsvarsmönnum Ræstitækni og gögnum um skipulag vinnunnar en án árangurs. „Starfsmenn Ræstitækni þurfa að ljúka verkum innan ákveðins tíma, oft á miklum vinnuhraða. Það kallast tímamæld ákvæðisvinna, sem greiða skal 20% hærra tímakaup fyrir. Enginn starfsmaður Ræstitækni fær greidd laun í samræmi við það,“ segir í tilkynningunni. Nær tvöfaldur vinnutaktur Efling hafi látið erlendan sérfræðing gera mælingar sem sýni að ómögulegt sé að vinna þá vinnu sem Ræstitækni krefst á tilætluðum hraða. Vinnutaktur Andreinu á verkstað hefði þurft að vera 190 en eðlilegur vinnutaktur samkvæmt kjarasamningum er 100. „Í vinnuverndarúttekt sem gerð var á vinnustaðnum vegna Andreinu eftir að hún varð ófrísk segir að hún hafi „sjaldan tryggan aðgang að salerni“ og sé „því með einhvers konar skál út í bíl sem hún notar til þvagláta.“ Eigandi fyrirtækisins sagðist í frétt RÚV 14. febrúar ekki kannast við þetta, þrátt fyrir að fyrirtækið sjálft hafi pantað úttektina og sent hana til lögmanns Eflingar,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjaramál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira