Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2025 09:32 Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það. Hafa má þetta í huga þegar reynt er að teikna upp þá mynd að Guðrún Hafsteinsdóttir sé einhvers konar framlenging af Guðlaugi Þór í formannsslagnum. Veruleikinn er einfaldlega sá að alls kyns fólk í Sjálfstæðisflokknum styður Áslaugu og að sama skapi alls kyns fólk Guðrúnu. Ef eitthvað þótti þó mun einsleitari hópur mæta á fund Áslaugar. Ég hef til dæmis aldrei kosið Guðlaug Þór í eitt eða neitt og verið í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki stutt hann. Komið er ár síðan ég fór að tala við fólk um að Guðrún Hafsteinsdóttir væri að mínu mati góður kostur sem næsti formaður flokksins og margir mánuðir síðan ég fór að hvetja hana til þess að gefa kost á sér í formennskuna. Með öðrum orðum löngu áður en Guðlaugur Þór tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formanninn í byrjun þessa mánaðar. Fram að því var talið líklegt að hann myndi fara í framboð og væntanlega hefur hann allt fram á þann dag eða því sem næst velt því alvarlega fyrir sér áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að láta ekki verða af því. Hið sama á við um fjölmarga aðra sem styðja Guðrúnu. Þeir hafa verið allt annað en stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Hins vegar er skiljanlegt að þeir sem vilja viðhalda þeim átökum á milli fylkinga sem gert hafa Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að beita sér út á við sjái sér hag í því að draga upp þá mynd að um sé að ræða sömu átök fylkinga og áður. Veruleikinn er sá að Guðrún hefur aldrei tilheyrt neinum fylkingum innan Sjálfstæðisflokksins og er fyrir vikið vel til þess fallin að sameina flokksmenn. Ólíkt Áslaugu sem tekizt hefur harkalega á við Guðlaug Þór í skotgröfunum um árabil og því vandséð hvernig hún getur með sannfærandi hætti verið sameinandi afl fyrir okkur sjálfstæðismenn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það. Hafa má þetta í huga þegar reynt er að teikna upp þá mynd að Guðrún Hafsteinsdóttir sé einhvers konar framlenging af Guðlaugi Þór í formannsslagnum. Veruleikinn er einfaldlega sá að alls kyns fólk í Sjálfstæðisflokknum styður Áslaugu og að sama skapi alls kyns fólk Guðrúnu. Ef eitthvað þótti þó mun einsleitari hópur mæta á fund Áslaugar. Ég hef til dæmis aldrei kosið Guðlaug Þór í eitt eða neitt og verið í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki stutt hann. Komið er ár síðan ég fór að tala við fólk um að Guðrún Hafsteinsdóttir væri að mínu mati góður kostur sem næsti formaður flokksins og margir mánuðir síðan ég fór að hvetja hana til þess að gefa kost á sér í formennskuna. Með öðrum orðum löngu áður en Guðlaugur Þór tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formanninn í byrjun þessa mánaðar. Fram að því var talið líklegt að hann myndi fara í framboð og væntanlega hefur hann allt fram á þann dag eða því sem næst velt því alvarlega fyrir sér áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að láta ekki verða af því. Hið sama á við um fjölmarga aðra sem styðja Guðrúnu. Þeir hafa verið allt annað en stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Hins vegar er skiljanlegt að þeir sem vilja viðhalda þeim átökum á milli fylkinga sem gert hafa Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að beita sér út á við sjái sér hag í því að draga upp þá mynd að um sé að ræða sömu átök fylkinga og áður. Veruleikinn er sá að Guðrún hefur aldrei tilheyrt neinum fylkingum innan Sjálfstæðisflokksins og er fyrir vikið vel til þess fallin að sameina flokksmenn. Ólíkt Áslaugu sem tekizt hefur harkalega á við Guðlaug Þór í skotgröfunum um árabil og því vandséð hvernig hún getur með sannfærandi hætti verið sameinandi afl fyrir okkur sjálfstæðismenn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar