Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 10:23 Mexíkóflói eða Ameríkuflói? Svarið getur skipt sköpum. Google Maps Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að halda áfram að nota heitið „Mexíkóflói“ í stað þess að beygja sig undir fyrirskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flóinn skuli hér eftir heita „Ameríkuflói“. „Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, í síðustu viku. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“ Leavitt sagðist hafa verið afar skýr með það frá fyrsta degi að þeir fjölmiðlar sem yrðu uppvísir að „lygum“ yrðu gerðir brottrækir úr fjölmiðlaaðstöðunni. Og nú væri það staðreynd málsins að umræddur flói héti Ameríkuflói. Julie Pace, aðalritstjóri AP, hefur sent Hvíta húsinu erindi þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt. Bendir hún á að að sé kjarni fyrsta ákvæðis stjórnarskrárinnar að stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða og refsað einstaklingum og fjölmiðlum fyrir það sem þeir segja. Stjórnendur bandaríska vefmiðilsins Axios, sem var stofnaður af fyrrverandi blaðamönnum Politico, hafa tilkynnt að þeir hyggist nota „Ameríkuflói“, enda sé lesendahópur miðilsins aðallega bandarískur. Erlendir miðlar virðast margir hverjir hafa ákveðið að nota áfram „Mexíkóflói“ en fyrirtæki á borð við Google feta miðjuveg og nota bæði, eftir því hvar notendur eru í heiminum. Þannig fá Íslendingar til að mynda upp „Gulf of Mexico (Gulf of America)“ ef þeir leita að flóanum á Google Maps. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að halda áfram að nota heitið „Mexíkóflói“ í stað þess að beygja sig undir fyrirskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flóinn skuli hér eftir heita „Ameríkuflói“. „Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, í síðustu viku. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“ Leavitt sagðist hafa verið afar skýr með það frá fyrsta degi að þeir fjölmiðlar sem yrðu uppvísir að „lygum“ yrðu gerðir brottrækir úr fjölmiðlaaðstöðunni. Og nú væri það staðreynd málsins að umræddur flói héti Ameríkuflói. Julie Pace, aðalritstjóri AP, hefur sent Hvíta húsinu erindi þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt. Bendir hún á að að sé kjarni fyrsta ákvæðis stjórnarskrárinnar að stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða og refsað einstaklingum og fjölmiðlum fyrir það sem þeir segja. Stjórnendur bandaríska vefmiðilsins Axios, sem var stofnaður af fyrrverandi blaðamönnum Politico, hafa tilkynnt að þeir hyggist nota „Ameríkuflói“, enda sé lesendahópur miðilsins aðallega bandarískur. Erlendir miðlar virðast margir hverjir hafa ákveðið að nota áfram „Mexíkóflói“ en fyrirtæki á borð við Google feta miðjuveg og nota bæði, eftir því hvar notendur eru í heiminum. Þannig fá Íslendingar til að mynda upp „Gulf of Mexico (Gulf of America)“ ef þeir leita að flóanum á Google Maps.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira