Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2025 11:54 Gylfi Þór Sigurðsson í Víkinni, sem verður hans heimavöllur næsta sumar. vísir/Diego Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina. Yfirlýsing knattspyrnudeildarinnar var birt í stuðningsmannahópi Vals þar sem stuðningsfólk er upplýst um stöðu mála. Þar segir að ekki hafi staðið til að selja Gylfa í vetur þrátt fyrir áhuga annarra liða. Líkt og Vísir greindi frá í morgun samþykkti Valur tilboð frá bæði Víkingi og Breiðabliki í gærkvöld. Gylfi féllst svo á tilboð Víkinga. Ákvörðunin sé umdeild og hún hafi ekki verið auðveld en ekki hafi annað verið hægt eftir framgang Gylfa síðustu daga. Gylfi átti ekki sinn besta leik er Valur mætti ÍA í Lengjubikarnum um helgina, en þá hafði hann og hans fólk beðið um sölu frá félaginu. Í yfirlýsingunni segir að framkoma Gylfa í leiknum hafi verið á þann veg að ekki hafi verið unnt að halda samstarfinu áfram. „Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu,“ segir í yfirlýsingunni. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ segir þar enn fremur. Valsmenn líti svo björtum augum fram veginn. Liðið verði styrkt enn frekar og vonir séu settar við meidda leikmenn sem eru að snúa til baka. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Vals Kæru Valsmenn. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum samþykktum við í stjórn knattspyrnudeildar tilboð sem bárust í Gylfa Þór Sigurðsson leikmann okkar í gær. Voru það tilboð frá bæði Víking Reykjavík og Breiðablik. Víkingur og Gylfi Þór náðu síðan saman um kaup og kjör og er því ljóst að Gylfi er ekki lengur leikmaður Vals. Í tilefni þessa og þeirrar umræðu sem mun nú fara af stað teljum við mikilvægt að þið stuðningsmenn séuð upplýstir um okkar sjónarmið í málinu. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun er umdeild og hún var ekki auðveld. Mikilvægast er að hafa í huga að það er enginn leikmaður sem spilar fyrir Val stærri en félagið okkar. Valur er í okkar huga stærsta og sigursælasta íþróttafélag landsins sem státar af árangri sem öll önnur íþróttafélög landsins öfunda okkur af. Þrátt fyrir áhuga annarra liða stóð ekki til að selja Gylfa Þór í vetur. Gylfi er frábær leikmaður og karakter og hefur verið frábær í alla staði eftir að hann kom til okkar. Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu. Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins. Í okkar huga var því ekkert annað í stöðunni en að hámarka það sem félagið gat fengið fyrir leikmanninn. Í kjölfarið komu síðan tvö ásættanleg tilboð frá Breiðablik og Víking Reykjavík sem náði síðan samkomulagi við Gylfa eftir að við gáfum þeim leyfi til þess að ræða við leikmanninn. Við teljum okkur vera með einn sterkasta hópinn í deildinni og það er afar mikilvægt að fjölga leikmínútum okkar leikmanna, sem hafa verið frá vegna meiðsla. Við höfum fengið flottar styrkingar inn í liðið í vetur og ætlum okkur að styrkja liðið frekar. Framundan er spennandi tímabil þar sem við erum m.a. í evrópukeppni og liðið hefur æft vel í vetur og leikmenn sem hafa verið frá eru að koma til baka. Nú er það strákanna í liðinu, og okkar allra í Val, að snúa bökum saman og sýna fólki hversu öflugt félag við erum. f.h. stjórnar knattspyrnudeildar Vals Björn Steinar Jónsson Valur Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Yfirlýsing knattspyrnudeildarinnar var birt í stuðningsmannahópi Vals þar sem stuðningsfólk er upplýst um stöðu mála. Þar segir að ekki hafi staðið til að selja Gylfa í vetur þrátt fyrir áhuga annarra liða. Líkt og Vísir greindi frá í morgun samþykkti Valur tilboð frá bæði Víkingi og Breiðabliki í gærkvöld. Gylfi féllst svo á tilboð Víkinga. Ákvörðunin sé umdeild og hún hafi ekki verið auðveld en ekki hafi annað verið hægt eftir framgang Gylfa síðustu daga. Gylfi átti ekki sinn besta leik er Valur mætti ÍA í Lengjubikarnum um helgina, en þá hafði hann og hans fólk beðið um sölu frá félaginu. Í yfirlýsingunni segir að framkoma Gylfa í leiknum hafi verið á þann veg að ekki hafi verið unnt að halda samstarfinu áfram. „Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu,“ segir í yfirlýsingunni. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ segir þar enn fremur. Valsmenn líti svo björtum augum fram veginn. Liðið verði styrkt enn frekar og vonir séu settar við meidda leikmenn sem eru að snúa til baka. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Vals Kæru Valsmenn. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum samþykktum við í stjórn knattspyrnudeildar tilboð sem bárust í Gylfa Þór Sigurðsson leikmann okkar í gær. Voru það tilboð frá bæði Víking Reykjavík og Breiðablik. Víkingur og Gylfi Þór náðu síðan saman um kaup og kjör og er því ljóst að Gylfi er ekki lengur leikmaður Vals. Í tilefni þessa og þeirrar umræðu sem mun nú fara af stað teljum við mikilvægt að þið stuðningsmenn séuð upplýstir um okkar sjónarmið í málinu. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun er umdeild og hún var ekki auðveld. Mikilvægast er að hafa í huga að það er enginn leikmaður sem spilar fyrir Val stærri en félagið okkar. Valur er í okkar huga stærsta og sigursælasta íþróttafélag landsins sem státar af árangri sem öll önnur íþróttafélög landsins öfunda okkur af. Þrátt fyrir áhuga annarra liða stóð ekki til að selja Gylfa Þór í vetur. Gylfi er frábær leikmaður og karakter og hefur verið frábær í alla staði eftir að hann kom til okkar. Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu. Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins. Í okkar huga var því ekkert annað í stöðunni en að hámarka það sem félagið gat fengið fyrir leikmanninn. Í kjölfarið komu síðan tvö ásættanleg tilboð frá Breiðablik og Víking Reykjavík sem náði síðan samkomulagi við Gylfa eftir að við gáfum þeim leyfi til þess að ræða við leikmanninn. Við teljum okkur vera með einn sterkasta hópinn í deildinni og það er afar mikilvægt að fjölga leikmínútum okkar leikmanna, sem hafa verið frá vegna meiðsla. Við höfum fengið flottar styrkingar inn í liðið í vetur og ætlum okkur að styrkja liðið frekar. Framundan er spennandi tímabil þar sem við erum m.a. í evrópukeppni og liðið hefur æft vel í vetur og leikmenn sem hafa verið frá eru að koma til baka. Nú er það strákanna í liðinu, og okkar allra í Val, að snúa bökum saman og sýna fólki hversu öflugt félag við erum. f.h. stjórnar knattspyrnudeildar Vals Björn Steinar Jónsson
Valur Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira