Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 14:08 Hulda Hallgrímsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Nox Medical. Mynd/Hulda Margrét Óladóttir. Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Hulda tekur við starfinu af Ingvari Hjálmarssyni en hún tekur jafnframt sæti í í framkvæmdastjórn móðurfélgas fyrirtækisins, Nox Health í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en starfsemi Nox á Íslandi miðar að því að þróa, framleiða og setja á markað svefnlækningatæki sem seld eru víða um heim. Fram kemur í tilkynningunni að Hulda hafi víðtæka reynslu úr alþjóðlegum heilbrigðistæknigeira. „Hún starfaði hjá Össuri í 11 ár og stýrði þar meðal annars gæða- og reglugerðarmálum félagsins á alþjóðamarkaði, ásamt því að leiða stór umbreytingarverkefni í vaxtarfasa félagsins. Hulda hóf störf hjá Nox Medical sumarið 2024 sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en áður hafði hún gengt stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og rekstrar hjá Sýn. Hulda situr að auki í stjórn Reiknistofu Bankanna og er iðnaðarverkfræðingur að mennt með áherslu á hermun og bestun frá Háskóla Íslands," segir í tilkynningunni. Bjóða Huldu velkomna „Við erum mjög heppin að hafa fengið Huldu til liðs við okkur á þessum spennandi tímamótum,” er meðal annars haft eftir Sigurjóni Kristjánssyni, forstjóra Nox og Invar Hjálmarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri tekur undir. „Aðkoma Huldu að fyrirtækinu hefur verið aðdáunarverð. Reynsla hennar og þekking er eins og sniðin að næstu vaxtarskrefum fyrirtækisins,” segir Ingvar Hjálmarsson fráfarandi framkvæmdastjóri Nox Medical. „Ég veit að hennar leiðtogahæfileikar munu tryggja áframhaldandi vöxt og árangur í því frábæra fyrirtæki sem Nox er.” Þróun á sviði gervigreindar í kortunum Sjálf segir Hulda það vera forréttindi að starfa hjá heilbrigðistæknifyrirtæki á Íslandi sem sé leiðtogi á alþjóðavísu. „Hjá Nox starfar einstakur hópur fólks með mikla sérfræðiþekkingu á sviði svefnrannsókna. Það er mjög spennandi að fá að starfa með þessum öfluga hópi að því að minnka líkur á alvarlegum sjúkdómum vegna svefnraskanna og lágmarka kostnað í heilbrigðiskerfinu með nýtingu á tækni” er haft eftir Huldu í tilkynningunni. Þar er jafnframt vakin athygli á því að framundan sé aukin markaðssókn og þróun nýrra heilbrigðistæknilausna, meðal annars á sviði gervigreindar. Með ráðningu Huldu verði Nox í sterkri stöðu til að taka næstu vaxtarskref og styrkja stöðu sína enn frekar á sínu sviði á heimsvísu. Vistaskipti Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en starfsemi Nox á Íslandi miðar að því að þróa, framleiða og setja á markað svefnlækningatæki sem seld eru víða um heim. Fram kemur í tilkynningunni að Hulda hafi víðtæka reynslu úr alþjóðlegum heilbrigðistæknigeira. „Hún starfaði hjá Össuri í 11 ár og stýrði þar meðal annars gæða- og reglugerðarmálum félagsins á alþjóðamarkaði, ásamt því að leiða stór umbreytingarverkefni í vaxtarfasa félagsins. Hulda hóf störf hjá Nox Medical sumarið 2024 sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en áður hafði hún gengt stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og rekstrar hjá Sýn. Hulda situr að auki í stjórn Reiknistofu Bankanna og er iðnaðarverkfræðingur að mennt með áherslu á hermun og bestun frá Háskóla Íslands," segir í tilkynningunni. Bjóða Huldu velkomna „Við erum mjög heppin að hafa fengið Huldu til liðs við okkur á þessum spennandi tímamótum,” er meðal annars haft eftir Sigurjóni Kristjánssyni, forstjóra Nox og Invar Hjálmarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri tekur undir. „Aðkoma Huldu að fyrirtækinu hefur verið aðdáunarverð. Reynsla hennar og þekking er eins og sniðin að næstu vaxtarskrefum fyrirtækisins,” segir Ingvar Hjálmarsson fráfarandi framkvæmdastjóri Nox Medical. „Ég veit að hennar leiðtogahæfileikar munu tryggja áframhaldandi vöxt og árangur í því frábæra fyrirtæki sem Nox er.” Þróun á sviði gervigreindar í kortunum Sjálf segir Hulda það vera forréttindi að starfa hjá heilbrigðistæknifyrirtæki á Íslandi sem sé leiðtogi á alþjóðavísu. „Hjá Nox starfar einstakur hópur fólks með mikla sérfræðiþekkingu á sviði svefnrannsókna. Það er mjög spennandi að fá að starfa með þessum öfluga hópi að því að minnka líkur á alvarlegum sjúkdómum vegna svefnraskanna og lágmarka kostnað í heilbrigðiskerfinu með nýtingu á tækni” er haft eftir Huldu í tilkynningunni. Þar er jafnframt vakin athygli á því að framundan sé aukin markaðssókn og þróun nýrra heilbrigðistæknilausna, meðal annars á sviði gervigreindar. Með ráðningu Huldu verði Nox í sterkri stöðu til að taka næstu vaxtarskref og styrkja stöðu sína enn frekar á sínu sviði á heimsvísu.
Vistaskipti Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira