Innlent

Krist­rún sækir neyðarfund Macron

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kristrún Frostadóttir sækir, að sögn RÚV, fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Kristrún Frostadóttir sækir, að sögn RÚV, fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Vísir/Vilhelm

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sækir neyðarfund Frakklandsforseta. Til umræðu verða mál Úkraínu.

Sighvatur Arnmundarson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, staðfestir í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá.

Umræðuefnið eru mál Úkraínu og Rússlands en Bandaríkjamenn og Rússar hafa þegar hafið samningaviðræður án fulltrúa frá Úkraínu.

Í gærmorgun hittust fulltrúar Bandaríkja og Rússa í Sádí Arabíu. Fulltrúum Úkraínu var ekki boðið á fundinni né fulltrúm Evrópuríkja. Utanríkisráðherra Rússland sagði að ekki kæmi til greina að hleypa Evrópuríkjunum að samningaborðinu.

Vólódímír Selenskí hefur sagt að Úkraína muni ekki samþykkja samning að vopnahléi sem þau hafa sjálf ekki komið að.

Sjá einnig: Evrópa þurfi að vígbúast

Svokallaður neyðarfundur er sá annar sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heldur í vikunni.  Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, var fulltrúi Norðurlandanna á fundinum sem haldinn var síðasta mánudag. 

Fredriksen varaði við því eftir fundinn að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti fegið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öður landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×