Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Er ég að vinna með grunnþættina eða lykilhæfnina. Hvar finn ég matsviðmiðin fyrir 3. bekk. Veistu það ekki? Það er gert ráð fyrir því að þú búið þau til. Á ég að gefa liti, tölur, bókstafi eða umsögn í námsmati? Hvað með 10. bekk og matsviðmiðin þar ? Það er skylda að nota þau en á að fylla inn í þau jafnt og þétt eða gefa bara í lokin? Foreldrar og nemendur vilja sjá þróunina í matsviðmiðunum ekki bara hæfniviðmiðunum. Er búið að aðlaga hæfniviðmið fyrir 9. bekk? Hvað þýðir ,,á góðri leið“? Á ég að gefa A ef nemandinn getur 95% af prófinu en ekki flóknu spurninguna sem reynir á A-hæfni? Er öruggt að ef nemandi sem útskrifast með B fari inn á þriggja ára braut í framhaldsskóla? En ef hann er ekki með B í ensku? Er fjólublár það sama og A? Er B=3? En B+? Þeir sem eru búnir að þvæla sig í gegnum textabunkann hér að ofan segi ég til hamingju. Fyrir þá sem eru mjög vel að sér í ANG skilja það sem þarna er skrifað, aðrir ekki. Það er engri stétt boðlegt að ástandið sé svona. Getur verið að ónýtur leiðarvísir sé hluti af hruni á námsárangri? Drepum fæti niður í rannsókn sem gerð var á vegum MMR 2019 og er í fullu gildi í dag. ,,Hjá kennurum, nemendum, skólastjórnendum og foreldrum hefur ríkt mikil óvissa og óöryggi árum saman… Helstu þættir námskrár eru illskiljanlegir, of háfleygir og of undirorpnir túlkun hvers og eins… Að mikið ósamræmi er í því hvernig aðalatriði hennar eru notuð í grunnskólum og ljóst að helstu markmið núverandi aðalnámskrár hafa EKKI náðst.“ Það er því sérkennileg forgangsröð að byrja á Matsferli þar sem hann á að meta hvernig nemendum hefur gengið að tileinka sér ofangreinda aðalnámskrá sem skólakerfið hefur sett í ruslflokk. Að reyna að púkka upp á hið ónýta plagg væri eins og ætla sér að endurgera brunninn bíl sem farið hefur 10 veltur í stað þess að búa til nýjan. Nýja aðalnámskrá grunnskóla strax allra vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Er ég að vinna með grunnþættina eða lykilhæfnina. Hvar finn ég matsviðmiðin fyrir 3. bekk. Veistu það ekki? Það er gert ráð fyrir því að þú búið þau til. Á ég að gefa liti, tölur, bókstafi eða umsögn í námsmati? Hvað með 10. bekk og matsviðmiðin þar ? Það er skylda að nota þau en á að fylla inn í þau jafnt og þétt eða gefa bara í lokin? Foreldrar og nemendur vilja sjá þróunina í matsviðmiðunum ekki bara hæfniviðmiðunum. Er búið að aðlaga hæfniviðmið fyrir 9. bekk? Hvað þýðir ,,á góðri leið“? Á ég að gefa A ef nemandinn getur 95% af prófinu en ekki flóknu spurninguna sem reynir á A-hæfni? Er öruggt að ef nemandi sem útskrifast með B fari inn á þriggja ára braut í framhaldsskóla? En ef hann er ekki með B í ensku? Er fjólublár það sama og A? Er B=3? En B+? Þeir sem eru búnir að þvæla sig í gegnum textabunkann hér að ofan segi ég til hamingju. Fyrir þá sem eru mjög vel að sér í ANG skilja það sem þarna er skrifað, aðrir ekki. Það er engri stétt boðlegt að ástandið sé svona. Getur verið að ónýtur leiðarvísir sé hluti af hruni á námsárangri? Drepum fæti niður í rannsókn sem gerð var á vegum MMR 2019 og er í fullu gildi í dag. ,,Hjá kennurum, nemendum, skólastjórnendum og foreldrum hefur ríkt mikil óvissa og óöryggi árum saman… Helstu þættir námskrár eru illskiljanlegir, of háfleygir og of undirorpnir túlkun hvers og eins… Að mikið ósamræmi er í því hvernig aðalatriði hennar eru notuð í grunnskólum og ljóst að helstu markmið núverandi aðalnámskrár hafa EKKI náðst.“ Það er því sérkennileg forgangsröð að byrja á Matsferli þar sem hann á að meta hvernig nemendum hefur gengið að tileinka sér ofangreinda aðalnámskrá sem skólakerfið hefur sett í ruslflokk. Að reyna að púkka upp á hið ónýta plagg væri eins og ætla sér að endurgera brunninn bíl sem farið hefur 10 veltur í stað þess að búa til nýjan. Nýja aðalnámskrá grunnskóla strax allra vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar