Magnus Carlsen mætti í gallabuxum til leiks en þær eru bannaðar samkvæmt reglum heimsmeistaramótsins um klæðaburð við hæfi.
Carlsen fékk fyrst tvö hundruð dollara sekt en svo neitaði hann að skipta um föt. Þá varð allt vitlaust á milli Norðmannsins og starfsmanna mótsins.
Það endaði allt með því að Carlsen hætti þátttöku á bæði heimsmeistaramótinu í hraðsókn og atskákmótinu.
Eftir milligöngu forseta Alþjóða skákmótsins þá mætti Carlsen aftur á atskákmótið sem endaði svo með því að hann og Ian Nepomniachtchi deildu sigrinum sem var líka mjög umdeild niðurstaða.
Núna eru tveir mánuðir liðnir og Magnus Carlsen er að selja heimsfrægu gallabuxurnar sínar á sölusíðu eBay.
Það er hægt að bjóða í buxurnar en meira en vika er eftir að útboðinu.
Nýjasta hæsta tilboðið er upp á átta þúsund Bandaríkjadali eða meira en 1,1 milljón króna. 35 hafa boðið í buxurnar. Það eru átta dagar eftir og því er hætt við því að það kosti mun meira að eignast gallabuxurnar.
Það fylgir sögunni að Carlsen ætlar ekki að setja peninginn í eigin vasa heldur er hann að safna fyrir gott málefni.
Peningurinn fer allur til góðgerðasamtakanna Big Brothers Big Sisters sem aðstoða börn, sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, að uppfylla drauma sína.