Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 09:32 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsns í baráttu við Svisslendingana Violu Calligaris og Smilla Vallotto. Getty/Gabor Baumgarten Það er margt sem mælir með því að konur taki þátt í íþróttastarfi og það er ekki bara heilsutengt. Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub) Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub)
Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira