12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. febrúar 2025 12:30 Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun