Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar 22. febrúar 2025 15:30 Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. Stjórn og samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði þeirri tillögu í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi kennara gekk út enda hafa þeir fengið nóg. Langt er síðan að kennurum var ofboðið og svarið frá stjórn sambandsins var mögulega og mjög líklega náðarhögg menntakerfisins. Kennarar eru nú þegar farnir að segja upp sem er skiljanlegt og væri ég undrandi ef augljós vanvirðing sveitarstjórnafólks um land allt gagnvart kennurum og börnum hefði ekki þessi áhrif. Á sama tíma og gagnrýnt er að staða barna hafi sjaldan eða aldrei verið eins slæm og núna í skólum landsins er sérkennileg afstaða að semja ekki við kennara heldur sitja hjá og horfa á skóla landsins, bæði leik- og grunn- og framhaldsskóla tæmast af kennurum. Eftir standa þá byggingar þar sem gæsla fer fram enda er skóli án kennara bara bygging. Skrítnast finnst mér að lítið sem ekkert heyrist frá foreldrum, foreldrum barna sem núna eru með börn í leikskóla sem brátt verður að gæsluvelli þar sem kennarar fara í önnur störf. Ekki tekur neitt betra við í grunnskólanum þar sem einhver mögulega og vonandi góð manneskja situr með börnunum ykkar yfir daginn en hefur hvorki hæfni né þekkingu til að kenna það efni sem krafist er í aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Er foreldrum í alvöru sama um hvað fer fram í skólum barna sinna og hver sér um þá menntun sem á samkvæmt lögum að fara þar fram? Ef ykkur er ekki sama kæru foreldrar krefjist þá svara frá frá ykkar bæjastjóra/sveitastjóra hver þeirra afstaða er gagnvart því að ganga til samninga við kennara landsins áður en meiri skaði verður á menntakerfi þessa lands. Foreldrar eru öflugir kjósendur sem eiga að standa vörð um menntun barna sinna. Krefjist nú svara og standið með menntun til framtíðar. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. Stjórn og samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði þeirri tillögu í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi kennara gekk út enda hafa þeir fengið nóg. Langt er síðan að kennurum var ofboðið og svarið frá stjórn sambandsins var mögulega og mjög líklega náðarhögg menntakerfisins. Kennarar eru nú þegar farnir að segja upp sem er skiljanlegt og væri ég undrandi ef augljós vanvirðing sveitarstjórnafólks um land allt gagnvart kennurum og börnum hefði ekki þessi áhrif. Á sama tíma og gagnrýnt er að staða barna hafi sjaldan eða aldrei verið eins slæm og núna í skólum landsins er sérkennileg afstaða að semja ekki við kennara heldur sitja hjá og horfa á skóla landsins, bæði leik- og grunn- og framhaldsskóla tæmast af kennurum. Eftir standa þá byggingar þar sem gæsla fer fram enda er skóli án kennara bara bygging. Skrítnast finnst mér að lítið sem ekkert heyrist frá foreldrum, foreldrum barna sem núna eru með börn í leikskóla sem brátt verður að gæsluvelli þar sem kennarar fara í önnur störf. Ekki tekur neitt betra við í grunnskólanum þar sem einhver mögulega og vonandi góð manneskja situr með börnunum ykkar yfir daginn en hefur hvorki hæfni né þekkingu til að kenna það efni sem krafist er í aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Er foreldrum í alvöru sama um hvað fer fram í skólum barna sinna og hver sér um þá menntun sem á samkvæmt lögum að fara þar fram? Ef ykkur er ekki sama kæru foreldrar krefjist þá svara frá frá ykkar bæjastjóra/sveitastjóra hver þeirra afstaða er gagnvart því að ganga til samninga við kennara landsins áður en meiri skaði verður á menntakerfi þessa lands. Foreldrar eru öflugir kjósendur sem eiga að standa vörð um menntun barna sinna. Krefjist nú svara og standið með menntun til framtíðar. Höfundur er leikskólakennari.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun