Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:00 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun