Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2025 10:27 Bjartmar og Héðinn eftir vel heppnaðan björgunarleiðangur, að þessu sinni undir yfirborði sjávar. aðsend Bjartmar Leósson hjólahvíslari með meiru er enn að bjarga stolnum hjólum og hann lætur ekkert koma í veg fyrir að endurheimta þau. Nú kom Héðinn Þorkelsson kafari að málum með allan sinn búnað. „Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“ Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Hafnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
„Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“
Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Hafnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira