Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 18:33 Brynja Jóhannsdóttir, Adela Halldórsdóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir voru allar í vinnunni þegar ræningjarnir mættu. Vísir/Stefán Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut. Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót. Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót.
Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira