Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir og Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 13:47 Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn. Úr öllum áttum fá þau skýr skilaboð um að kennsla sé ómerkilegt starf sem lítið sé varið í að leggja fyrir sig og nú hefur meira að segja orðið ljóst að sums staðar eru ekki gerðar meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þau hafi hreint sakavottorð. Hvernig er fimm ára kennaramenntun metin? Það er kaldhæðnislegt að kennaraskortur á Íslandi er öllum kunnur og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum til að laða fólk að kennslu. En sú harða kjaradeila sem geisað hefur síðustu mánuði er eins og loftsteinn ofan í þá uppbyggingu. Áttar fólk sig á þeirri eyðileggingu sem nú dynur á? Þegar kennari hefur menntað sig og stendur frammi fyrir bekk getur verið veruleg áskorun að bera höfuðið hátt frammi fyrir nemendum sem undrast það jafnvel að einhver hafi kosið að gera kennslu að ævistarfi, í ljósi þess hvernig um starfið er rætt. Er ekki ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft er kjarni málsins sá hvers kyns menntun börnum þessa lands er búin, hvort þau njóta kennslu fagfólks eða fólks af götunni? Það viðhorf til kennara sem birtist í þessari langvarandi kjaradeilu og umræðum sem henni fylgja er skemmdarverk og alls óvíst hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. Við skorum á stjórnvöld þessa lands að meta kennarastarfið að verðleikum og höggva á hnútinn áður en meiri skaði verður skeður. Guðný Pálsdóttir er framhaldsskólakennari.Súsanna Margrét Gestsdóttir er lektor á menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn. Úr öllum áttum fá þau skýr skilaboð um að kennsla sé ómerkilegt starf sem lítið sé varið í að leggja fyrir sig og nú hefur meira að segja orðið ljóst að sums staðar eru ekki gerðar meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þau hafi hreint sakavottorð. Hvernig er fimm ára kennaramenntun metin? Það er kaldhæðnislegt að kennaraskortur á Íslandi er öllum kunnur og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum til að laða fólk að kennslu. En sú harða kjaradeila sem geisað hefur síðustu mánuði er eins og loftsteinn ofan í þá uppbyggingu. Áttar fólk sig á þeirri eyðileggingu sem nú dynur á? Þegar kennari hefur menntað sig og stendur frammi fyrir bekk getur verið veruleg áskorun að bera höfuðið hátt frammi fyrir nemendum sem undrast það jafnvel að einhver hafi kosið að gera kennslu að ævistarfi, í ljósi þess hvernig um starfið er rætt. Er ekki ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft er kjarni málsins sá hvers kyns menntun börnum þessa lands er búin, hvort þau njóta kennslu fagfólks eða fólks af götunni? Það viðhorf til kennara sem birtist í þessari langvarandi kjaradeilu og umræðum sem henni fylgja er skemmdarverk og alls óvíst hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. Við skorum á stjórnvöld þessa lands að meta kennarastarfið að verðleikum og höggva á hnútinn áður en meiri skaði verður skeður. Guðný Pálsdóttir er framhaldsskólakennari.Súsanna Margrét Gestsdóttir er lektor á menntavísindasviði HÍ.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun