Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 13:02 Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við. Vísir/Vilhelm Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. Í gær var hluti heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í ólagi og var ekki hægt að nálgast fundagerðir stjórnar sambandsins en nú hafa þær að nýju verið birtar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, hefur látið hafa eftir sér að hún væri hlynnt tillögunni. Þess sér þó hvergi stað í fundargerðum Sambandsins þar sem fjallað er um afstöðu stjórnar. En klukkan þrjú í dag koma kennarar og viðsemjendur saman til fundar hjá ríkissáttasemjara og í morgun mættu hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ í Sveinatungu á Garðatorgi þar sem fundur bæjarráðs fór fram. Ragnheiður Stephensen, kennari í Garðaskóla, var þar á meðal. „Við vildum bara í kjölfar þessara atburða sem urðu síðasta föstudag ítreka óánægju okkar með stöðu mála.“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafi tjáð henni að bæjarráð hefði ályktað um að brýnt væri að samningum yrði náð sem fyrst. Óttast orðin tóm Ragnheiður segir að kennarar séu reynslunni ríkari eftir samkomulag frá 2016 og geti því ekki tekið loforðum sem gætu reynst orðin tóm. Virðismatsvegferðin sé enn á teikniborðinu en hún sé óútfærð sem skipti máli í þessu sambandi. „Því ef þú viðurkennir ekki að það að vera með umsjón með risastórum hópi nemenda jafngildi að vera með mannaforráð á opinbera markaðnum þá kemur engin jöfnun fram. Það er nefnilega ennþá þetta viðhorf að eftir því sem þú kennir og vinnur með yngri börnum því minna áttu að fá launað. Sem foreldrar hljóta þeir að átta sig á því að þeir vilja hafa jafn hæfa einstaklinga til að hugsa um lítil börn, meðalstór börn og stór börn.“ Ragnheiður var spurð að því hvort hún hefði skilning á erfiðri stöðu sveitarfélaganna því þau eru missterk fjárhagslega. „Ríkið verður að sjálfsögðu að stíga inn og endurskoða skiptingu kökunnar. en það er ekki eitthvað sem kennaraforystan getur verið að hafa áhyggjur af. Sveitarfélögin og ríkið verða að ráða fram úr því.“ Garðabær Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í gær var hluti heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í ólagi og var ekki hægt að nálgast fundagerðir stjórnar sambandsins en nú hafa þær að nýju verið birtar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, hefur látið hafa eftir sér að hún væri hlynnt tillögunni. Þess sér þó hvergi stað í fundargerðum Sambandsins þar sem fjallað er um afstöðu stjórnar. En klukkan þrjú í dag koma kennarar og viðsemjendur saman til fundar hjá ríkissáttasemjara og í morgun mættu hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ í Sveinatungu á Garðatorgi þar sem fundur bæjarráðs fór fram. Ragnheiður Stephensen, kennari í Garðaskóla, var þar á meðal. „Við vildum bara í kjölfar þessara atburða sem urðu síðasta föstudag ítreka óánægju okkar með stöðu mála.“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafi tjáð henni að bæjarráð hefði ályktað um að brýnt væri að samningum yrði náð sem fyrst. Óttast orðin tóm Ragnheiður segir að kennarar séu reynslunni ríkari eftir samkomulag frá 2016 og geti því ekki tekið loforðum sem gætu reynst orðin tóm. Virðismatsvegferðin sé enn á teikniborðinu en hún sé óútfærð sem skipti máli í þessu sambandi. „Því ef þú viðurkennir ekki að það að vera með umsjón með risastórum hópi nemenda jafngildi að vera með mannaforráð á opinbera markaðnum þá kemur engin jöfnun fram. Það er nefnilega ennþá þetta viðhorf að eftir því sem þú kennir og vinnur með yngri börnum því minna áttu að fá launað. Sem foreldrar hljóta þeir að átta sig á því að þeir vilja hafa jafn hæfa einstaklinga til að hugsa um lítil börn, meðalstór börn og stór börn.“ Ragnheiður var spurð að því hvort hún hefði skilning á erfiðri stöðu sveitarfélaganna því þau eru missterk fjárhagslega. „Ríkið verður að sjálfsögðu að stíga inn og endurskoða skiptingu kökunnar. en það er ekki eitthvað sem kennaraforystan getur verið að hafa áhyggjur af. Sveitarfélögin og ríkið verða að ráða fram úr því.“
Garðabær Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52
Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05
„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35