„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 14:45 Gylfi Þór Sigurðsson kynntur sem leikmáður Víkings Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira