„Við erum einfaldlega bara hópur venjulegs fólks sem elskar Eurovision og hefur á undanförnum tveimur árum kynnst í gegnum baráttuna fyrir frjálsri Palestínu,“ segir Guðný Nielsen um hópinn sem stendur að bréfinu og undirskriftarlistanum. Sjálf skrifar hún undir bréfið til útvarpsstjóra fyrir hönd hópsins.
„Við erum með undirskriftalista í gangi og vorum með annan eins í fyrra. Þegar við lokuðum honum voru um 10.000 manns komnir á hann og núna er hann kominn í 3.700,“ segir Guðný.

„Framganga Ísraels í Palestínu stríðir gegn yfirlýstum friðarboðskap Söngvakeppninnar. Yfir fjörutíu þúsund manneskjur hafa verið drepnar í sprengjuregni Ísraels á Palestínu. Ísrael hefur eyðilagt nánast öll sjúkrahús og skóla á Gaza, jafnað heilu þorpin og borgirnar við jörðu, brennt tjaldbúðir flóttafólks, myrt óbreytta borgara þar á meðal: börn, barnshafandi konur, sjúklinga, lækna, hjálparstarfsfólk alþjóðlegra stofnana, kennara og blaðamenn. Þrátt fyrir þetta fær Ísrael að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025 í stað þess að þeim sé meinuð þátttaka eins og Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu,“ segir í kröfunni sem fylgir undirskriftalistanum.
Í bréfi hópsins og í lýsingu með undirskriftarlistanum er bent á að EBU, samband evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur frá árinu 2022 bannað Rússlandi að taka þátt í keppninni vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þegar EBU tók ákvörðun sína var vísað til þess að þátttaka Rússlands gæti skaðað orðspor keppninnar, að EBU væru ópólitísk samtök og að Eurovision væri vettvangur sem legði áherslu á að varðveita fjölbreytileika og vera sameinandi afl.
Þá benda þau einnig á að þegar Rússlandi var meinuð þátttaka var RÚV einn þeirra aðila sem skoruðu á EBU að vísa Rússlandi úr keppninni. Hópurinn telur sömu rök gilda um þátttöku Ísrael og skora því á RÚV að beita sér gegn þátttöku Ísrael eins og þau gerðu 2022 vegna þátttöku Rússlands.
Sjá einnig: Rússum meinuð þátttaka í Eurovision
„Við væntum þess af stjórnendum Ríkisútvarpsins að þeir fylgi sömu viðmiðum og árið 2022 og beiti sér fyrir því að Eurovision verði ekki vettvangur fyrir þátttakendur sem brjóta svo alvarlega gegn grunngildum keppninnar að það grafi undan trúverðugleika hennar sem vettvangs samstöðu, fjölbreytileika og friðar,“ segir í bréfinu.
Slóvenía styður brottvísun
Í einu fylgiskjali bréfsins er svo bent á mögulega samstarfsaðila. Sem dæmi hafi Slóvenía þegar kallað eftir því að Ísrael verði vísað úr keppni. Þá telja þau upp þá ríkisfjölmiðla sem beittu sér fyrir því að Rússlandi yrði vísað úr keppni 2022 og ríkisfjölmiðla sem hafa annaðhvort nýlega eða lengi viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu.

Yuval Raphael tekur þátt fyrir hönd Ísrael í ár en hún er ein þeirra sem var á Nova tónlistarhátíðinni þegar Hamas réðst inn á hana þann 7. október 2023. Keppnin fer fram í Basel í Sviss en framlag Ísrael verður kynnt þann 9. mars samkvæmt vefnum Eurovisionworld.
Sjá einnig: „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“
Í bréfinu vísa þau, sínum máli til stuðnings, í ótal fréttagreinar og viðtöl sem þau segja að stangist á við grunngildi EBU. Með því að heimila þáttttöku KAN sé EBU að grafa undan þessum grunngildum og trúverðugleika sínum.
Í bréfi þeirra segir að sem dæmi hafi KAN í fyrsta lagi birt efni sem „réttlæti og dragi úr alvarleika stríðsglæpa, nauðungarflutninga og annars ofbeldis gegn Palestínumönnum.“ Slík umfjöllun skaði orðspor keppninnar. Í öðru lagi hafi KAN birt efni sem dragi upp „ímynd af Palestínumönnum sem ógn, síbrotafólki og hryðjuverkamönnum“. Það stuðli að afmennskun Palestínumanna og hvetji til haturs gegn þeim.

„Þetta er í beinni andstöðu við skuldbindingu EBU um að standa vörð um gildi almannaþjónustu og hlutverk ljósvakamiðla í þágu samfélagsins,“ segir í bréfinu til útvarpsstjóra.
Efni sem réttlæti kerfisbundið ofbeldi
Þá segja þau að, í þriðja lagi, hafi KAN birt efni sem réttlæti kerfisbundið ofbeldi og útilokun Palestínumanna með aðskilnaðarstefnu [e. apartheid].
„Með því að heimila Kan þátttöku grefur EBU undan Eurovision sem vettvangi sem á að efla samskipti og skilning þvert á landamæri, sameina áhorfendur, fagna menningarlegri fjölbreytni með tónlist og vera tákn friðar og samstöðu í Evrópu.“
Í bréfi þeirra er svo að finna langan lista með dæmum um slíka umfjöllun fjölmiðilsins. Dæmi sem þau benda á er til dæmis þegar sjónvarpsmaður lýsir vonbrigðum með að aðgerðir ísraelska hersins séu ekki nægar til að jafngilda þjóðarmorði.
"We are not committing genocide in the (Gaza) Strip in way. Unfortunately."
— B.M. (@ireallyhateyou) November 12, 2024
Prominent TV writer and genocidal scum Roy Iddan is not satisfied with how genocide-y the Gaza genocide is.
This is from a comedy show on state-owned Kan 11. The person he's talking to, Barak Cohen, is… https://t.co/PiVvPVyvSu pic.twitter.com/RTdQ03koyh
Þá benda þau einnig á viðtal fréttamanns Kan við hermenn þar sem fréttamaðurinn áritar sprengju sem á að senda á Gasa.
Einnig vísa þau á myndband af niðurrifi húss á Rafah á Gasasvæðinu þar sem þau segja „A small push and a crash,“ með myndbandi sem fylgir umfjöllun um niðurrif á vegum hersins á Rafah. Hópurinn segir að með þessari framsetningu sé „gjöreyðilegging borgaralegra innviða sett fram eins og um léttvægar aðgerðir sé að ræða en ekki grundvallaratriði í yfirstandandi dómsmáli fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, þar sem hún kann að falla undir skilgreiningu þjóðarmorðs“.
דחיפה קטנה - והתרסקות: תיעוד מפעילות צה"ל בהריסת מבנה ברפיח@ItayBlumental pic.twitter.com/mwDmZUsHAQ
— כאן חדשות (@kann_news) June 14, 2024
Þá vísa þau einnig í viðtal við byggingarverktaka sem segir frá því að hann ráði aðeins gyðinga í vinnu. Þau segja verktakann í viðtalinu „afmennska Palestínumenn með því að tortryggilega sem kynferðislega siðspillta hryðjuverkamenn“.
State-owned KAN - Israel's Public Broadcasting Corporation, keeps serving as a fascist and racist right wing propaganda outlet. This time they made a 7-minute mini-documentary about an extreme settler's Jews-only construction company.
— B.M. (@ireallyhateyou) June 15, 2024
The so-called journalist seems very… pic.twitter.com/ovGpxLGlPd
Hópurinn bendir einnig á þennan þátt sem sýndur var 5. febrúar og fjallaði um nauðungarflutninga frá Gasa en forseti Bandaríkjanna viðraði þá hugmynd á svipuðum tíma að Bandaríkin tækju yfir Gasa-ströndina. Undir lýsingu þáttarins kemur fram að Trump sé ekki sá fyrsti til að viðra slíkar hugmyndir og því velt fram hvort það hafi einhvern tímann verið tækifæri til að rýma ströndina.
„Í þættinum er fjallað um nauðungarflutninga, sem teljast glæpur gegn mannkyni, eins og um eðlilegar og löglegar aðgerðir í stríðsátökum væri að ræða,“ segir hópurinn um þáttinn.
Fleiri dæmi er að finna í bréfinu sem sent var á útvarpsstjóra í fylgiskjali A sem hægt er að skoða hér að neðan.