Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:38 Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðingur. Vísir Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræðingur, segir að lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins (LSR) hafi verið skert á fölskum forsendum. Skýringin hafi verið sú að þjóðin væri að eldast en tölur sýni að það hafi ekki gerst. Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni. Lífeyrissjóðir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira