Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 12:16 Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Félagasamtök Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun