Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 14:20 Hildur Dagbjört furðar sig á því að Ísafjarðarbær hafi ekki haft samband við sig og Gróandi sé hvergi nefndur á nafn. Til hægri má sjá teikningu verkfræðistofunnar EFLU af framkvæmdasvæðinu. Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum að kynna skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarfjall. Skipulagssvæðið er staðsett í Eyrarfjalli sem er 700 metra hátt beint fyrir ofan Ísafjarðarbæ. Það afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett. Við framkvæmdina stendur til að setja upp vinnulyftu sem muni flytja allt byggingarefni og lyftustaura upp á Gleiðarhjalla og Eyrarfjall. Ekki þurfi því að leggja vegslóða upp fjallshlíðina. Framkvæmdin, sem verður í höndum Eyrarkláfs ehf., felist í að útbúa bílastæði fyrir farþega kláfsins, upphafsstöð kláfsins í hlíð Eyrarfjalls og endastöð á toppnum. Á toppi Eyrarfjalls verður gert ráð fyrir þjónustubyggingu og hóteli á seinni stigum uppbyggingar. Rosalega hissa Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt, vistræktarkennari og frumkvöðull innan umhverfismála. Hún hefur rekið Gróanda á Ísafirði frá árinu 2016. „Ég er rosalega hissa,“ segir Hildur Dagbjört í myndbandi á Facebook. „Ísafjarðarbær er að auglýsa deiliskipulagsbreytingu, aðalskipulagsbreytingu, fyrir kláf á Ísafirði. Það sem er skrýtið er að lóðin sem er verið að auglýsa fyrir þennan kláf, fyrir bílastæði, rútustæði, hús og aðkomuveg er akkurat þar sem Gróandi hefur verið með sína starfsemi í níu ár.“ „Við erum búin að vera að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber fyrir bæjarbúa á Ísafirði með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Á síðustu níu árum á þessu svæði.“ Fólk komi að utan til að læra af Gróanda Hún hafi til þessa stolt sagt frá því að bæjarfélagið styðji við lýðheilsu og samfélag með því að bjóða Gróanda landsvæðið. Nú eigi að gera breytingar og hvergi komi fram áhrif á starfsemi Gróanda. Hugað að grænmetinu í Gróandi.Gróandi „Í öllum gögnum sem liggja fyrir er ekki minnst á Gróanda neins staðar. Það er skrýtið, mjög skrýtið. Því að Gróandi er þekktur á landsvísu. Fólk kemur annars staðar frá til að skoða Gróanda og læra um sjálfbærni.“ Hún þekki dæmi þess að fólk hafi hreinlega flutt til Ísafjarðar vegna Gróanda. Erlent sjónvarpsfólk í heimsókn í Gróandi.Gróandi „Starfsemi Gróanda hefur byggst upp statt og stöðugt. Núna erum við með fjórar lærlingsstöður. Fólk frá öðrum löndum kemur og notar heilt ár af lífi sínu til að læra af því sem við erum að gera í Gróanda og taka þátt í lífinu.“ Ísfirðingar fái aðgengi að hollum mat Undanfarið hafi Gróandi verið að útbúa sjálfbærnikennslukerfi og hluti af því sé til að krakkar geti lært að rækta mat. Hildur á vappi með grænmeti í hjólbörum.Gróandi „Núna í vor ætla allir nemendurnir í grunnskólanum á Ísafirði að rækta mat í Gróanda í beðum sem við erum búin að útbúa fyrir þau. Akkurat þar sem á að vera aðkomuvegur og bílastæði.“ Hildur segist hafa lagt allt í uppbyggingu Gróanda síðustu níu árin. „Lagt hug og hjarta og ómælda vinnu til að byggja upp stað þar sem fólk getur lært um sjálfbærni og sjálfbærar ræktunaraðgerðir. Nú hafa allir bæjarbúar aðgengi að hollum mat sem er ekki sprautaður með eitri, ekki í plasti, ekki búið að flytja á milli heimshorna og maturinn er virkilega bragðgóður.“ Ekki gleyma okkur! Hún veltir fyrir sér hvort hún hafi ekki varið nógu miklum tíma í að segja kjörnum fulltrúum og starfsfólkum bæjarins frá starfi Gróanda. „Kannski hef ég verið of upptekin við að vinna, koma hlutum í verk, rækta mat fyrir ykkur, halda opna samfélagsviðburði. Ekki haft tíma til að auglýsa fyrir pólitíkusum eða starfsfólki Ísafjarðarbæjar hvað er að gerast þarna í hlíðinni. En þetta er mikilvægt og samfélagið kann að meta það,“ segir Hildur. „Ekki gleyma okkur. Ef þið viljið byggja kláf, getið þið þá gert það án þess að eyðileggja ræktunarsvæðin í Gróanda. Getiði tekið okkur með? Getið þið passað upp á að ef þið ætlið að gera nýtt skipulag, þá sé Gróandi með.“ Hildur tjáir blaðamanni Vísis að myndbandið hafi fengið mikil viðbrögð sem hún sé þakklát fyrir. Fólk hafi skilning á mikilvægi samfélagsverkefna sem séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Passa þurfi upp á þau. Hún segist hafa fengið fund með Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur á morgun en Sigríður er nýtekin við sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Þar verður Gróandi til umræðu og án nokkurs vafa fyrirhugaðar breytingar á skipulagi. Sigríður Júlía áréttar í samtali við Vísi að um skipulagslýsingu sé að ræða vegna áforma einkaaðila sem hafi verið á teikniborðinu í nokkur ár. Rykið hafi verið dustað af hugmyndinni í lok árs 2024. Nú fari verkefnið í skipulagskynningu þar sem allir fái tækifæri til að koma með sínar athugasemdir. Alltof snemmt sé að segja til um það hvort af framkvæmdum verði, hvort Gróandi þurfi að færa sig eða að hönnunin verði á þann veg að allt geti verið eins og það er. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum bæjarstjóra. Ísafjarðarbær Landbúnaður Sjálfbærni Skipulag Ferðaþjónusta Bílastæði Garðyrkja Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum að kynna skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarfjall. Skipulagssvæðið er staðsett í Eyrarfjalli sem er 700 metra hátt beint fyrir ofan Ísafjarðarbæ. Það afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett. Við framkvæmdina stendur til að setja upp vinnulyftu sem muni flytja allt byggingarefni og lyftustaura upp á Gleiðarhjalla og Eyrarfjall. Ekki þurfi því að leggja vegslóða upp fjallshlíðina. Framkvæmdin, sem verður í höndum Eyrarkláfs ehf., felist í að útbúa bílastæði fyrir farþega kláfsins, upphafsstöð kláfsins í hlíð Eyrarfjalls og endastöð á toppnum. Á toppi Eyrarfjalls verður gert ráð fyrir þjónustubyggingu og hóteli á seinni stigum uppbyggingar. Rosalega hissa Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt, vistræktarkennari og frumkvöðull innan umhverfismála. Hún hefur rekið Gróanda á Ísafirði frá árinu 2016. „Ég er rosalega hissa,“ segir Hildur Dagbjört í myndbandi á Facebook. „Ísafjarðarbær er að auglýsa deiliskipulagsbreytingu, aðalskipulagsbreytingu, fyrir kláf á Ísafirði. Það sem er skrýtið er að lóðin sem er verið að auglýsa fyrir þennan kláf, fyrir bílastæði, rútustæði, hús og aðkomuveg er akkurat þar sem Gróandi hefur verið með sína starfsemi í níu ár.“ „Við erum búin að vera að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber fyrir bæjarbúa á Ísafirði með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Á síðustu níu árum á þessu svæði.“ Fólk komi að utan til að læra af Gróanda Hún hafi til þessa stolt sagt frá því að bæjarfélagið styðji við lýðheilsu og samfélag með því að bjóða Gróanda landsvæðið. Nú eigi að gera breytingar og hvergi komi fram áhrif á starfsemi Gróanda. Hugað að grænmetinu í Gróandi.Gróandi „Í öllum gögnum sem liggja fyrir er ekki minnst á Gróanda neins staðar. Það er skrýtið, mjög skrýtið. Því að Gróandi er þekktur á landsvísu. Fólk kemur annars staðar frá til að skoða Gróanda og læra um sjálfbærni.“ Hún þekki dæmi þess að fólk hafi hreinlega flutt til Ísafjarðar vegna Gróanda. Erlent sjónvarpsfólk í heimsókn í Gróandi.Gróandi „Starfsemi Gróanda hefur byggst upp statt og stöðugt. Núna erum við með fjórar lærlingsstöður. Fólk frá öðrum löndum kemur og notar heilt ár af lífi sínu til að læra af því sem við erum að gera í Gróanda og taka þátt í lífinu.“ Ísfirðingar fái aðgengi að hollum mat Undanfarið hafi Gróandi verið að útbúa sjálfbærnikennslukerfi og hluti af því sé til að krakkar geti lært að rækta mat. Hildur á vappi með grænmeti í hjólbörum.Gróandi „Núna í vor ætla allir nemendurnir í grunnskólanum á Ísafirði að rækta mat í Gróanda í beðum sem við erum búin að útbúa fyrir þau. Akkurat þar sem á að vera aðkomuvegur og bílastæði.“ Hildur segist hafa lagt allt í uppbyggingu Gróanda síðustu níu árin. „Lagt hug og hjarta og ómælda vinnu til að byggja upp stað þar sem fólk getur lært um sjálfbærni og sjálfbærar ræktunaraðgerðir. Nú hafa allir bæjarbúar aðgengi að hollum mat sem er ekki sprautaður með eitri, ekki í plasti, ekki búið að flytja á milli heimshorna og maturinn er virkilega bragðgóður.“ Ekki gleyma okkur! Hún veltir fyrir sér hvort hún hafi ekki varið nógu miklum tíma í að segja kjörnum fulltrúum og starfsfólkum bæjarins frá starfi Gróanda. „Kannski hef ég verið of upptekin við að vinna, koma hlutum í verk, rækta mat fyrir ykkur, halda opna samfélagsviðburði. Ekki haft tíma til að auglýsa fyrir pólitíkusum eða starfsfólki Ísafjarðarbæjar hvað er að gerast þarna í hlíðinni. En þetta er mikilvægt og samfélagið kann að meta það,“ segir Hildur. „Ekki gleyma okkur. Ef þið viljið byggja kláf, getið þið þá gert það án þess að eyðileggja ræktunarsvæðin í Gróanda. Getiði tekið okkur með? Getið þið passað upp á að ef þið ætlið að gera nýtt skipulag, þá sé Gróandi með.“ Hildur tjáir blaðamanni Vísis að myndbandið hafi fengið mikil viðbrögð sem hún sé þakklát fyrir. Fólk hafi skilning á mikilvægi samfélagsverkefna sem séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Passa þurfi upp á þau. Hún segist hafa fengið fund með Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur á morgun en Sigríður er nýtekin við sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Þar verður Gróandi til umræðu og án nokkurs vafa fyrirhugaðar breytingar á skipulagi. Sigríður Júlía áréttar í samtali við Vísi að um skipulagslýsingu sé að ræða vegna áforma einkaaðila sem hafi verið á teikniborðinu í nokkur ár. Rykið hafi verið dustað af hugmyndinni í lok árs 2024. Nú fari verkefnið í skipulagskynningu þar sem allir fái tækifæri til að koma með sínar athugasemdir. Alltof snemmt sé að segja til um það hvort af framkvæmdum verði, hvort Gróandi þurfi að færa sig eða að hönnunin verði á þann veg að allt geti verið eins og það er. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum bæjarstjóra.
Ísafjarðarbær Landbúnaður Sjálfbærni Skipulag Ferðaþjónusta Bílastæði Garðyrkja Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira