Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2025 21:30 Harry Maguire fagnar marki sínu gegn Ipswich Town. ap/Dave Thompson Manchester United vann 3-2 sigur á Ipswich Town í fjörugum leik á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var 2-2 í hálfleik en Harry Maguire skoraði sigurmark Rauðu djöflanna í upphafi seinni hálfleiks. Með sigrinum, sem var sá fyrsti í fjórum leikjum, komst United upp í 14. sæti deildarinnar. Ipswich, sem hefur ekki unnið deildarleik á árinu 2025, er í 18. sæti með sautján stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Ipswich náði forystunni strax á 4. mínútu þegar Jaden Philogene skoraði eftir misskilning milli Andrés Onana og Patrick Dorgu. Á 22. mínútu skoraði Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, sjálfsmark og fjórum mínútum síðar kom Matthjis de Ligt United yfir. Þegar tvær mínútur voru til hálfleiks fékk Dorgu rautt spjald og fjórum mínútum síðar jafnaði Philogene þegar fyrirgjöf hans sigldi í netið. Í upphafi seinni hálfleiks kom Maguire yfir með skalla eftir hornspyrnu Brunos Fernandes. Fleiri urðu mörkin ekki og United fagnaði kærkomnum sigri. Enski boltinn
Manchester United vann 3-2 sigur á Ipswich Town í fjörugum leik á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var 2-2 í hálfleik en Harry Maguire skoraði sigurmark Rauðu djöflanna í upphafi seinni hálfleiks. Með sigrinum, sem var sá fyrsti í fjórum leikjum, komst United upp í 14. sæti deildarinnar. Ipswich, sem hefur ekki unnið deildarleik á árinu 2025, er í 18. sæti með sautján stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Ipswich náði forystunni strax á 4. mínútu þegar Jaden Philogene skoraði eftir misskilning milli Andrés Onana og Patrick Dorgu. Á 22. mínútu skoraði Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, sjálfsmark og fjórum mínútum síðar kom Matthjis de Ligt United yfir. Þegar tvær mínútur voru til hálfleiks fékk Dorgu rautt spjald og fjórum mínútum síðar jafnaði Philogene þegar fyrirgjöf hans sigldi í netið. Í upphafi seinni hálfleiks kom Maguire yfir með skalla eftir hornspyrnu Brunos Fernandes. Fleiri urðu mörkin ekki og United fagnaði kærkomnum sigri.