Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 15:05 Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun