Var það einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lenti fari á tunglinu. Það geimfar hét Ódysseifur en virkaði í einungis nokkra daga sökum þess að það lenti með um þrjátíu gráðu halla.
Sjá einnig: Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld
Lendingarfarið sem sent verður af stað til tunglsins í kvöld, gangi allt eftir, ber nafnið Aþena. Ferðin til tunglsins mun taka um eina viku og stendur til að reyna að lenda því þar á fimmtudaginn í næstu viku.
Aþena ber vísindabúnað sem nota á til að rannsaka yfirborð tunglsins og undirbúa mannaðar ferðir til tunglins. Bor verður notaður til að rannsaka tunglryk og hvort finna megi einhver efni i því, þar sem fari á að lenda á sléttu sem kallast Mons Mouton, nærri suðurpól tunglsins.
The Moon is so close, we can taste it!
— NASA Artemis (@NASAArtemis) February 26, 2025
New footage from @Firefly_Space shows their lunar lander's view from 60 miles (100 km) above the Moon. Blue Ghost will land at Mare Crisium, on the near side of the Moon, on March 2, no earlier than 3:34am ET (0834 UTC). pic.twitter.com/EBZyXHEerL
Samferða Aþenu veðrur geimfarið Lunar Trailblazer frá NASA. Því geimfari er ætlað að fara á sporbraut um tunglið og á að nota það til að skrásetja ís á tunglinu. Slíkan ís má finna í gígum á tunglinu.
Litlar líkur eru á því að veðrið muni koma niður á geimskotinu, sem á að eiga sér stað korter yfir tólf í nótt. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX.
Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo.
Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í apríl á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Upprunalega stóð til að senda geimfarana til tunglsins í nóvember en því var nýverið frestað.
Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað um mitt ári 2027.