Þetta kemur fram á vef sambandsins, en aukaþingið fór fram í Gullhömrum í Grafarholti í dag.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, sem tók sæti á Alþingi á dögunum, hefur því látið af störfum sem formaður. Hann gegndi formennsku í um 14 ár.
Margrét Halldóra Arnarsdóttir hafði gefið kost á sér til formanns en tilkynnt var í upphafi þingsins um að hún hefði dregið framboð sitt til baka.
„Jakob hlaut standandi lófaklapp þegar forseti þingsins, Georg Páll Skúlason, las upp úrslitin,“ segir í tilkynningunni.
Í stuttu ávarpi mun Jakob hafa þakkað þinginu fyrir stuðninginn og hvatt til samstöðu.
„Ég heiti því að gera mitt allra besta í starfi sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands,“ er haft eftir Jakobi.