Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 10:46 Ólafur er langt í frá sáttur við skrif Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins. Vísir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, vandar Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í pistli á Facebook. Sakar hann blöðin um lygar og kallar þau „falsfréttamiðla“. Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja. Fjölmiðlar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja.
Fjölmiðlar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira