Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 14:01 Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega. Í afbrotafræði er fjallað um ýmsar kenningar um orsakir afbrota og hvernig má sannreyna þessar kenningar með gögnum. Farið er yfir mismunandi brotaflokka, fangelsismál og löggæslu. En hluti af kennurum í afbrotafræðinni hafa áratuga reynslu úr réttarvörslukerfinu. Mikilvægasti lærdómurinn sem ég tel að nemendur öðlist í þessu námi er þó líklega gagnrýnin hugsun í tengslum við afbrot og önnur félagsleg vandamál. Gagnrýnin hugsun felst meðal annars í því rýna í þær upplýsingar sem maður fær og skoða þær í stærra samhengi. Hún krefst efahyggju - þess að taka ekki öllu sem gefnu. Ef maður setur fram tilgátu um ákveðið fyrirbæri, nægir ekki að finna gögn sem styðja hana - maður þarf líka að vera opinn fyrir gögnum sem sýna hið gagnstæða. Hluti af gagnrýnni hugsun er að vera meðvitaður um eigin hugmyndir og fordóma, þar sem þeir geta haft áhrif á hvernig við túlkum upplýsingar og hverju við veitum athygli. Mig langar að taka dæmi um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Undanfarið hafa birst viðtöl í fjölmiðlum við einstaklinga sem halda því fram að eitt helsta einkenni ungra brotamanna sé að þeir séu föðurlausir. Reynsla viðmælanda er að illa sé komið fyrir ungum mönnum sem aldir eru upp af einstæðum mæðrum, sem oft eru meðvirkar og ungu mennirnir þurfi jafnvel að kenna sig við móður í stað föðurs (t.d. Önnuson í stað Jónsson). Sá sem beitir gagnrýnni hugsun myndi byrja á að spyrja hvað gæti skýrt þetta samband. Er það að alast upp hjá einstæðri móður orsök afbrotahegðunar? Gæti skýringin verið sú að skortur á karlfyrirmynd leiði unga menn á glæpabraut? Hver ætli sé þá staðan á móðurlausum drengjum? Við nánari skoðun kemur í ljós að það sem skiptir mestu máli er ekki hvort barnið alist upp hjá móður eða föður heldur hvort það fái stuðning, eftirlit og aga. Foreldrahlutverkið krefst tíma og orku, sérstaklega þegar börnin eru á unglingsaldri. Þetta er auðveldara þegar hægt er að skipta þessari ábyrgð á milli tveggja aðila en þegar ein manneskja ber hana. Það er því ekki það að alast upp hjá einstæðri móður sem eykur líkur á afbrotahegðun ungmenna heldur það að alast upp hjá einstæðu foreldri. Rannsóknir sýna raunar að börn einstæðra feðra eru verr sett en börn einstæðra mæðra. Þar sem einstæðar mæður eru mun fleiri en einstæðir feður getur þetta þó litið út eins og það sé almenna munstrið. Það sem hefur hins vegar verstu áhrifin á börn er að alast upp hjá foreldri sem beitir þau harðræði. Rannsóknir benda til þess að það sé betra að alast upp föðurlaus en hjá föður sem beitir harðræði. Með öðrum orðum eru föðurlausir drengir síður líklegir til að leiðast út í afbrot en þeir sem alast upp við ofbeldi. Hér fyrir neðan fylgir mynd með niðurstöðum nýlegra gagna um íslensk ungmenni. Hún sýnir hlutfall ungmenna sem hafa gerst sek um mismunandi brot eftir því hvort þau búa hjá einstæðri móður, einstæðum föður eða báðum foreldrum. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kemur í ljós að móðurlaus ungmenni eru líklegust til að brjóta af sér. Í þessu stutta dæmi er ég að greina almenn mynstur sem birtast í rannsóknum á afbrotahegðun. Ég vil þó árétta að persónulegar reynslusögur veita dýrmæta innsýn í líf og aðstæður fólks – innsýn sem er oft erfitt að fanga með tölfræðilegum rannsóknum á stórum úrtökum. Slíkar frásagnir geta varpað ljósi á upplifun þeirra sem hafa átt í samskiptum við ungt fólk eða við störf í löggæslu, og afbrotafræðingar kunna að meta og taka slíkar sögur alvarlega. Hins vegar liggur takmörkun slíkra frásagna í því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir eða álykta um orsakasambönd út frá einstökum dæmum. Afbrotafræði sem fræðigrein snýst um að skoða bæði stærri samfélagsleg mynstur og einstaklingsbundna reynslu, þar sem hvoru tveggja skiptir máli til að skilja afbrot og afleiðingar þeirra. Þess vegna er mikilvægt að byggja á rannsóknum sem geta greint útbreiðslu og mögulegar orsakir afbrotahegðunar, en um leið hlusta á reynslu fólks til að skilja dýpri merkingu þessara fyrirbæra. Ég vil því hvetja öll sem hafa áhuga á afbrotafræði að kynna sér námið á háskóladeginum! Höfundur er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 1. mars er hin árlegi háskóladagur í HÍ þar sem fer fram kynning á öllu grunnámi. Sjálf verð ég á háskólatorgi að kynna námsbraut í félagsfræði. Á þeirri námsbraut er hægt að læra afbrotafræði sem er mitt sérsvið og langar mig að deila með ykkur hvers vegna ég tel hana mikilvæga og ekki síður skemmtilega. Í afbrotafræði er fjallað um ýmsar kenningar um orsakir afbrota og hvernig má sannreyna þessar kenningar með gögnum. Farið er yfir mismunandi brotaflokka, fangelsismál og löggæslu. En hluti af kennurum í afbrotafræðinni hafa áratuga reynslu úr réttarvörslukerfinu. Mikilvægasti lærdómurinn sem ég tel að nemendur öðlist í þessu námi er þó líklega gagnrýnin hugsun í tengslum við afbrot og önnur félagsleg vandamál. Gagnrýnin hugsun felst meðal annars í því rýna í þær upplýsingar sem maður fær og skoða þær í stærra samhengi. Hún krefst efahyggju - þess að taka ekki öllu sem gefnu. Ef maður setur fram tilgátu um ákveðið fyrirbæri, nægir ekki að finna gögn sem styðja hana - maður þarf líka að vera opinn fyrir gögnum sem sýna hið gagnstæða. Hluti af gagnrýnni hugsun er að vera meðvitaður um eigin hugmyndir og fordóma, þar sem þeir geta haft áhrif á hvernig við túlkum upplýsingar og hverju við veitum athygli. Mig langar að taka dæmi um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Undanfarið hafa birst viðtöl í fjölmiðlum við einstaklinga sem halda því fram að eitt helsta einkenni ungra brotamanna sé að þeir séu föðurlausir. Reynsla viðmælanda er að illa sé komið fyrir ungum mönnum sem aldir eru upp af einstæðum mæðrum, sem oft eru meðvirkar og ungu mennirnir þurfi jafnvel að kenna sig við móður í stað föðurs (t.d. Önnuson í stað Jónsson). Sá sem beitir gagnrýnni hugsun myndi byrja á að spyrja hvað gæti skýrt þetta samband. Er það að alast upp hjá einstæðri móður orsök afbrotahegðunar? Gæti skýringin verið sú að skortur á karlfyrirmynd leiði unga menn á glæpabraut? Hver ætli sé þá staðan á móðurlausum drengjum? Við nánari skoðun kemur í ljós að það sem skiptir mestu máli er ekki hvort barnið alist upp hjá móður eða föður heldur hvort það fái stuðning, eftirlit og aga. Foreldrahlutverkið krefst tíma og orku, sérstaklega þegar börnin eru á unglingsaldri. Þetta er auðveldara þegar hægt er að skipta þessari ábyrgð á milli tveggja aðila en þegar ein manneskja ber hana. Það er því ekki það að alast upp hjá einstæðri móður sem eykur líkur á afbrotahegðun ungmenna heldur það að alast upp hjá einstæðu foreldri. Rannsóknir sýna raunar að börn einstæðra feðra eru verr sett en börn einstæðra mæðra. Þar sem einstæðar mæður eru mun fleiri en einstæðir feður getur þetta þó litið út eins og það sé almenna munstrið. Það sem hefur hins vegar verstu áhrifin á börn er að alast upp hjá foreldri sem beitir þau harðræði. Rannsóknir benda til þess að það sé betra að alast upp föðurlaus en hjá föður sem beitir harðræði. Með öðrum orðum eru föðurlausir drengir síður líklegir til að leiðast út í afbrot en þeir sem alast upp við ofbeldi. Hér fyrir neðan fylgir mynd með niðurstöðum nýlegra gagna um íslensk ungmenni. Hún sýnir hlutfall ungmenna sem hafa gerst sek um mismunandi brot eftir því hvort þau búa hjá einstæðri móður, einstæðum föður eða báðum foreldrum. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna kemur í ljós að móðurlaus ungmenni eru líklegust til að brjóta af sér. Í þessu stutta dæmi er ég að greina almenn mynstur sem birtast í rannsóknum á afbrotahegðun. Ég vil þó árétta að persónulegar reynslusögur veita dýrmæta innsýn í líf og aðstæður fólks – innsýn sem er oft erfitt að fanga með tölfræðilegum rannsóknum á stórum úrtökum. Slíkar frásagnir geta varpað ljósi á upplifun þeirra sem hafa átt í samskiptum við ungt fólk eða við störf í löggæslu, og afbrotafræðingar kunna að meta og taka slíkar sögur alvarlega. Hins vegar liggur takmörkun slíkra frásagna í því að ekki er hægt að draga almennar ályktanir eða álykta um orsakasambönd út frá einstökum dæmum. Afbrotafræði sem fræðigrein snýst um að skoða bæði stærri samfélagsleg mynstur og einstaklingsbundna reynslu, þar sem hvoru tveggja skiptir máli til að skilja afbrot og afleiðingar þeirra. Þess vegna er mikilvægt að byggja á rannsóknum sem geta greint útbreiðslu og mögulegar orsakir afbrotahegðunar, en um leið hlusta á reynslu fólks til að skilja dýpri merkingu þessara fyrirbæra. Ég vil því hvetja öll sem hafa áhuga á afbrotafræði að kynna sér námið á háskóladeginum! Höfundur er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun