Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Jón Þór Stefánsson skrifar 1. mars 2025 07:02 Efnin voru í bala. Myndin er úr safni. Getty Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira