Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir aðstæður kennara hafa verið sérstakar. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks. „Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
„Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07
Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48
Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02