Fótbolti

Glæsi­mark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og fé­lögum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þekktur fyrir sín þrumuskot.
Þekktur fyrir sín þrumuskot. @alorobah_fc

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilegt mark í 2-1 sigri Al Orubah á Al Nassr í efstu deild Sádi-Arabíu. Cristiano Ronaldo lék allan leikinn fyrir Al Nassr en komst ekki á blað.

Omar Al Somah kom heimamönnum í Al Orubah yfir í leiknum og staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir höfðu jafnað metin áður en Al Somah lagði boltann á Jóhann Berg sem skoraði það sem reyndist sigurmarkið með glæsilegu skoti á 65. mínútu leiksins. 

Gestirnir með fyrirliðann Ronaldo og hinn rándýra Jhon Durán í broddi fylkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en ekkert gekk, lokatölur 2-1.

Ronaldo bar fyrirliðaband gestanna en hann komst ekki á blað í dag. Sömu sögu er að segja af Jhon Durán sem gekk í raðir félagsins frá Aston Villa í síðasta mánuði.

Jóhann Berg og félagar eru nú með 26 stig í 11. sæti eftir 23 leiki. Al Nassr er í 3. sæti með 47 stig, níu stigum minna en topplið Al Ittihad sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×