Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. mars 2025 11:57 Lögreglan á Suðurlandi deildi myndskeiði af því þegar sjór gekk inn á bílastæðið. Skjáskot Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi segir engan hafa slasast er sjór gekk inn á bílastæði við Reynisfjöru í gær. Ábúendur á svæðinu segjast aldrei hafa séð annað eins en grjóthnullungar á stærð við mannfólk bárust með öldunni í átt að gangandi vegfarendum. Sjór flæddi yfir varnargarða í Reynisfjöru í gær vegna illviðris og stórstreymis. Gekk sjórinn inn á neðra bílastæði ferðamanna á svæðinu með þeim afleiðingum að vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa til að komast frá öldunum. Reynisfjöru var í kjölfarið lokað en hún var opnuð aftur klukkan ellefu í dag. Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mikið mildi að ekki fór verr. „Við höfum ekki fengið neinar fréttir af slysum en það voru bílar þarna sem að sjór gekk yfir og flæddi vel í kringum á neðra bílastæðinu. Það var talsverð hætta á ferðum þarna, það voru grjóthnullungar þarna sem voru á stærð við manneskju sem komu með öldunum og inn á bílastæðið.“ Ekki hafi borist neinar tilkynningar um skemmdir á bílum en á myndskeiði frá vettvangi má sjá sjó ganga yfir nokkra bíla á bílastæðinu. „Þetta hefur gerist áður að sjór gangi svona langt inn á. Samkvæmt ábúendum á svæðinu, eftir okkar bestu upplýsingum, er þetta það mesta sem þeir hafa séð.“ Garðar ítrekar fyrir fólki að fara varlega á svæðinu. „Það er gott að það fór ekki verr og nú sem endranær, hvetjum við fólk til að fara varlega þarna í Reynisfjöru. Þetta er hættulegur staður og fjölmennur og það má teljast mildi að ekki hafi verið fleiri alverleg slys þarna en Þau eru of mörg nú þegar.“ Reynisfjara Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Lögreglumál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Sjór flæddi yfir varnargarða í Reynisfjöru í gær vegna illviðris og stórstreymis. Gekk sjórinn inn á neðra bílastæði ferðamanna á svæðinu með þeim afleiðingum að vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa til að komast frá öldunum. Reynisfjöru var í kjölfarið lokað en hún var opnuð aftur klukkan ellefu í dag. Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mikið mildi að ekki fór verr. „Við höfum ekki fengið neinar fréttir af slysum en það voru bílar þarna sem að sjór gekk yfir og flæddi vel í kringum á neðra bílastæðinu. Það var talsverð hætta á ferðum þarna, það voru grjóthnullungar þarna sem voru á stærð við manneskju sem komu með öldunum og inn á bílastæðið.“ Ekki hafi borist neinar tilkynningar um skemmdir á bílum en á myndskeiði frá vettvangi má sjá sjó ganga yfir nokkra bíla á bílastæðinu. „Þetta hefur gerist áður að sjór gangi svona langt inn á. Samkvæmt ábúendum á svæðinu, eftir okkar bestu upplýsingum, er þetta það mesta sem þeir hafa séð.“ Garðar ítrekar fyrir fólki að fara varlega á svæðinu. „Það er gott að það fór ekki verr og nú sem endranær, hvetjum við fólk til að fara varlega þarna í Reynisfjöru. Þetta er hættulegur staður og fjölmennur og það má teljast mildi að ekki hafi verið fleiri alverleg slys þarna en Þau eru of mörg nú þegar.“
Reynisfjara Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Lögreglumál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira