Sport

Dag­skráin í dag: Spennandi leikir á Eng­landi, stór­leikur í NBA og ís­lenskur körfu­bolti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rauðu djöflarnir fá Fulham í heimsókn.
Rauðu djöflarnir fá Fulham í heimsókn. AP Photo/Dave Thompson

Að venju eru nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 12 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

  • Klukkan 13.50 er leikur Vals og Tindastóls í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á dagskrá.
  • Klukkan 19.05 mætast Keflavík og Haukar í Bónus-deild kvenna í körfubolta.
  • Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki umferðarinnar.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 18.00 mætast Boston Celtics og Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta. Celtics eru ríkjandi meistarar og bæði lið líkleg til að fara langt í úrslitakeppninni.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 09.30 hefst Investec South African Open Championship-mótið í golfi.

Stöð 2 Sport 5

  • Klukkan 19.30 er Úrvalsdeildin í keilu á dagskrá.

Vodafone Sport

  • Klukkan 13.40 er leikur Newcastle United og Brighton & Hove Albion í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu á dagskrá. 
  • Klukkan 16.25 færum við okkur á Old Trafford þar sem Manchester United tekur á móti Fulham í sömu keppni.
  • Klukkan 19.00 er UK Open á dagskrá.
  • Klukkan 23.05 er leikur Stars og Blues í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Bónus deildin

  • Klukkan 15.50 er leikur Grindavíkur og Aþenu í Bónus deild kvenna í körfubolta á dagskrá. 
  • Klukkan 19.05 er komið að leik Þór Ak. og Vals í sömu deild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×