Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar 3. mars 2025 10:17 „Engin hefur nógu gott minni til að ná árangri í lygum.“ H.L. Mencken Alma Möller núverandi heilbrigðisráðherra var gestur í Morgunvaktinni hjá RÚV 26. feb 2025 og fór um víðan völl um lögmæti frjálsra viðskipta með áfengi og vitnaði til skýrslu WHO sem hlaðin er staðreyndavillum og hálfsannleik. Þeir sem vilja hlusta á orðræðu heilbrigðisráðherrans geta smellt hér en eftirfarandi eru helstu atriði: Alma: Þessi skýrsla, .... þarna er búið að gera skýrslu og rannsaka þetta....... þarna er búið að draga það fram að áfengisdrykkja er minni í þessum löndum (Norðurlöndum) nema Danmörku....... minni vanheilsa og dauðsföll vegna drykkju ....búið að draga saman gögn og dæmi frá mörgum stöðum í norður ameríku og evrópu það sýnir sig að þegar að áfengissala er einkavædd, eykst sala Bandaríkin og Kanada eru nefnd í tveimur málsgreinum í þessari skýrslu fyrir að þar í landi hafi menn ályktað að sala sé meiri í einkareknum vínbúðum heldur en í opinberum. Engin gögn, engin tölfræði engar tilvitnanir. Hvernig ætti annars að mæla breytingu á áfengissölu í USA þar sem engin tollafgreiðsla er milli fylkja eða í Kanada þar sem opinberar og einkareknar verslanir eru reknar í einu og sama fylkinu? Í hvaða vestræna hagkerfi hefur einokunarverslun verið aflögð og hægt að mæla breytingu á neyslu? Í Danmörku er áfengiskaupaaldur 18 ár og margir Svíar og Norðmenn versla þar af því að gjöld eru lægri sem eykur sölu í Danmörku en ekki endilega neyslu. Bókstaflega allt sem kemur fram í upphafiu þáttarins frá Ölmu er annað hvort hálfsannleikur eða hrein lygi. Eins langt og tölfræði nær virðist hinsvegar áfengisneysla minnka mun hraðar í löndum þar sem viðskiptafrelsi er við lýði heldur en þar sem einokunarverslanir eru til staðar. Um þá staðreynd talar engin lýðheilsufræðingur af því að það hentar ekki málstað þeirra um mikilvægi miðstýrðrar hjarðstefnu, þar sem þeir eru fjárhirðarnir en fólk ekkert annað en sauðir sem krefjast smölunar. Alma: þarna er búið að safna þessu saman og svart á hvítu .... þjóðir eru að leita leiða til að draga úr neyslu áfengis og þar með skaðlegum áhrifum og þarna er áfengiseinkasala ríkisins mikilvægt stýritæki, mikilvægt að ekki hafa frjálst aðgengi, hátt verð og leyfa ekki auglýsingar, þetta er óumdeilt En er það þá kannski líka óumdeilt að samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands dróst áfengisneysla Íslendinga saman um 19% ef leiðrétt er fyrir fjölgun ferðamanna (þ.e. gert ráð fyrir að þeir drekki jafn mikið og Íslendingar/fjöldi*dvalartími). Áfengisneysla er að dragast saman þrátt fyrir lýðheilsuvísindi og templarareglur en ekki vegna þeirra. Fátt skiptir meira máli í því sambandi en tölvuleikir og íþróttastarf. Alma: Mjög gott dæmi frá Finnlandi þega bjórsala var leyfð í Finnlandi í matvöruverslunum jókst salan um 120% OK og við þetta þarf semsagt engu við að bæta eins og að áfengiskaupaaldur var lækkaður úr 21 í 20 fyrir sterk vín og niður í 18 ár fyrir bjór og mikil fjölgun í vínveitingaleyfum til veitingahúsa (sem hafði verið mjög takmörkuð)? Engin ástæða að nefna að sala á öðru áfengi hafi etv minnkað líka og að þetta var 1968 og tölfræðin kannski ekki alveg nákvæm? Minnir óneytanlega á þá tölfræði að þegar að bjór var leyfður á Íslandi fór neyslan úr engu því engum bjór hafði verið smyglað til landsins auk þess sem bjórsalan í leifsstöð (ferðamanna tollurinn) var og er ekki enn meðtalinn í áfengisneyslu þjóðarinnar (talandi um að berja gögn til hlýðni). Spyrill: Fulltrúar frá netsölu hafa sagt að hægt sé einhvern vegin að hátta málum þannig að yngri einstaklingar geti ekki verslað, er tekið á því í þessari skýrslu? Alma: Já það er bara dregið fram að ríkiseinkasala takmarki fjölda útsölustaða, passar upp á aldurstakmörk, engin tilboð og engar auglýsingar og ekkert gert til að hvetja þig til að kaupa meira eins og að hafa tónlist í búðum eða eitthvað slíkt .... auglýsingar og tilboð ódýrari vara... frábær þjónusta í vínbúðunum (ÁTVR) hægt að fá ráð og fyrirkomulagið gott........þegar þetta er komið í einkasölu þá fara hagnaðarsjónarmið að gilda og opnunartíminn er langur og þar koma auglýsingar og tilboð og oft ódýrari vara sem er hvetjandi fyrir þá sem eru illa staddir Alma hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum en ekki staðreyndum: ÁTVR rekur þéttasta net áfengisverslana miðað við höfðatölu í nokkru landi og það 2-3 falt á við hin Norðurlöndin ÁTVR er eini aðilinn hér á landi sem rannsakar sleifarlag stofnunarinnar sjálfrar en mistök í skilríkjaeftirlit eru 10%-20% samanborið við 100% eftirlit hjá þeim sem nota rafræn skilríki Markaðs og sölukostnaður ÁTVR er margfaldur á við allra annara vínsala samanlagt. ,,Ríkið” breytti nafninu á sér í ,,vínbúðin” og auglýsir það um allar koppagrundir en bannar svo öðrum að auglýsa ,,vín” eða ,,vínbúðir” Beinlínis er búið að dæma ,,hagnaðarsjónarmið” ÁTVR ólögleg í hæstarétti. Ef ekkert hagnaðarsjónarmið er til staðar virðist hæstiréttur og lögmaður ÁTVR hafa misskilið þá staðreynd illilega. ÁTVR er með opið til 18 á laugardögum og til 20 á föstudögum. Spyrill: Hverju eigum við von á þegar kemur að netsölunni frá þessari ríkisstjórn? Það er auðvitað ekki gott að þessi sala fari fram í einhverri lögleysu.....flestir telja þetta ólöglegt ….en þessi ríkisstjórn lætur sér velferð barna varða en aukin neysla bitnar á börnum, sýnir sig líka að þegar það er meira aðgengi, drekka foreldrar mera….. En Alma skoðar auðvitað engin gögn og sendir engin gögn til kórfélaganna hjá WHO. Samkvæmt síðustu tölum hagstofunnar (fyrir 2023) kemur fram að samfara gríðarlega auknu aðgengi dróst áfengisneysla Íslendinga saman um 19%! Nú vitum við alveg hvað sagt hefði verið ef tölfræðin hefði verið í hina áttina en úr því gögnin henta ekki þá eru þau ekki nefnd. Varðandi ávirðingar svæfingalæknisins Ölmu um lögmæti verslunar hér á landi þá má nefna að fyrir liggur yfirlýsing frá forstjóra ÁTVR um að ,,einkaleyfi ÁTVR” sé ekki lengur til staðar. Slík yfirlýsing skiptir Ölmu auðvitað engu máli en yfirgripsmikil vanþekking hennar á lögfræði er líklega á pari við dómgreindarleisi hennar á öðrum sviðum í hennar fyrra starfi. Alma: „Og það er annað með þessa einkasölu ríkisins að hagnaðurinn sem að ég held að hafi verið 33 milljarðar árið 23 eða 4, hann hrekkur þó allavega upp í þennan samfélagslega kostnað og mér findist því glapræði ef ríkið gæfi það frá sér.” Nú hef ég áður leiðrétt Ölmu fyrir að vísvitandi víxla áfengisgjaldi og hagnaði ÁTVR. Alma veit fullvel að áfengisgjald er innheimt í tolli og hefur ekkert með ÁTVR að gera en engu að síður kýs hún að ljúga enda helgar tilgangurinn meðalið hjá lækninum. Sannleikurinn er sá að tap er á verslunar hluta ÁTVR sem er niðurgreitt með tóbaks heildsölu (já ÁTVR sér um heildsölu fyrir tóbaks heildsala - engin veit af hverju) Þannig myndi hið opinbera (og auðvitað íslenskt samfélag allt) hagnast meira á að leggja niður einokunarverslunina heldur en að reka hana. Það sem svo einkennir málflutning þeirra sem kenna sig við lýðheilsu er að slíkir virðast hafa lært hvað þeir eigi að hugsa en ekki hvernig eigi að hugsa. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
„Engin hefur nógu gott minni til að ná árangri í lygum.“ H.L. Mencken Alma Möller núverandi heilbrigðisráðherra var gestur í Morgunvaktinni hjá RÚV 26. feb 2025 og fór um víðan völl um lögmæti frjálsra viðskipta með áfengi og vitnaði til skýrslu WHO sem hlaðin er staðreyndavillum og hálfsannleik. Þeir sem vilja hlusta á orðræðu heilbrigðisráðherrans geta smellt hér en eftirfarandi eru helstu atriði: Alma: Þessi skýrsla, .... þarna er búið að gera skýrslu og rannsaka þetta....... þarna er búið að draga það fram að áfengisdrykkja er minni í þessum löndum (Norðurlöndum) nema Danmörku....... minni vanheilsa og dauðsföll vegna drykkju ....búið að draga saman gögn og dæmi frá mörgum stöðum í norður ameríku og evrópu það sýnir sig að þegar að áfengissala er einkavædd, eykst sala Bandaríkin og Kanada eru nefnd í tveimur málsgreinum í þessari skýrslu fyrir að þar í landi hafi menn ályktað að sala sé meiri í einkareknum vínbúðum heldur en í opinberum. Engin gögn, engin tölfræði engar tilvitnanir. Hvernig ætti annars að mæla breytingu á áfengissölu í USA þar sem engin tollafgreiðsla er milli fylkja eða í Kanada þar sem opinberar og einkareknar verslanir eru reknar í einu og sama fylkinu? Í hvaða vestræna hagkerfi hefur einokunarverslun verið aflögð og hægt að mæla breytingu á neyslu? Í Danmörku er áfengiskaupaaldur 18 ár og margir Svíar og Norðmenn versla þar af því að gjöld eru lægri sem eykur sölu í Danmörku en ekki endilega neyslu. Bókstaflega allt sem kemur fram í upphafiu þáttarins frá Ölmu er annað hvort hálfsannleikur eða hrein lygi. Eins langt og tölfræði nær virðist hinsvegar áfengisneysla minnka mun hraðar í löndum þar sem viðskiptafrelsi er við lýði heldur en þar sem einokunarverslanir eru til staðar. Um þá staðreynd talar engin lýðheilsufræðingur af því að það hentar ekki málstað þeirra um mikilvægi miðstýrðrar hjarðstefnu, þar sem þeir eru fjárhirðarnir en fólk ekkert annað en sauðir sem krefjast smölunar. Alma: þarna er búið að safna þessu saman og svart á hvítu .... þjóðir eru að leita leiða til að draga úr neyslu áfengis og þar með skaðlegum áhrifum og þarna er áfengiseinkasala ríkisins mikilvægt stýritæki, mikilvægt að ekki hafa frjálst aðgengi, hátt verð og leyfa ekki auglýsingar, þetta er óumdeilt En er það þá kannski líka óumdeilt að samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands dróst áfengisneysla Íslendinga saman um 19% ef leiðrétt er fyrir fjölgun ferðamanna (þ.e. gert ráð fyrir að þeir drekki jafn mikið og Íslendingar/fjöldi*dvalartími). Áfengisneysla er að dragast saman þrátt fyrir lýðheilsuvísindi og templarareglur en ekki vegna þeirra. Fátt skiptir meira máli í því sambandi en tölvuleikir og íþróttastarf. Alma: Mjög gott dæmi frá Finnlandi þega bjórsala var leyfð í Finnlandi í matvöruverslunum jókst salan um 120% OK og við þetta þarf semsagt engu við að bæta eins og að áfengiskaupaaldur var lækkaður úr 21 í 20 fyrir sterk vín og niður í 18 ár fyrir bjór og mikil fjölgun í vínveitingaleyfum til veitingahúsa (sem hafði verið mjög takmörkuð)? Engin ástæða að nefna að sala á öðru áfengi hafi etv minnkað líka og að þetta var 1968 og tölfræðin kannski ekki alveg nákvæm? Minnir óneytanlega á þá tölfræði að þegar að bjór var leyfður á Íslandi fór neyslan úr engu því engum bjór hafði verið smyglað til landsins auk þess sem bjórsalan í leifsstöð (ferðamanna tollurinn) var og er ekki enn meðtalinn í áfengisneyslu þjóðarinnar (talandi um að berja gögn til hlýðni). Spyrill: Fulltrúar frá netsölu hafa sagt að hægt sé einhvern vegin að hátta málum þannig að yngri einstaklingar geti ekki verslað, er tekið á því í þessari skýrslu? Alma: Já það er bara dregið fram að ríkiseinkasala takmarki fjölda útsölustaða, passar upp á aldurstakmörk, engin tilboð og engar auglýsingar og ekkert gert til að hvetja þig til að kaupa meira eins og að hafa tónlist í búðum eða eitthvað slíkt .... auglýsingar og tilboð ódýrari vara... frábær þjónusta í vínbúðunum (ÁTVR) hægt að fá ráð og fyrirkomulagið gott........þegar þetta er komið í einkasölu þá fara hagnaðarsjónarmið að gilda og opnunartíminn er langur og þar koma auglýsingar og tilboð og oft ódýrari vara sem er hvetjandi fyrir þá sem eru illa staddir Alma hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum en ekki staðreyndum: ÁTVR rekur þéttasta net áfengisverslana miðað við höfðatölu í nokkru landi og það 2-3 falt á við hin Norðurlöndin ÁTVR er eini aðilinn hér á landi sem rannsakar sleifarlag stofnunarinnar sjálfrar en mistök í skilríkjaeftirlit eru 10%-20% samanborið við 100% eftirlit hjá þeim sem nota rafræn skilríki Markaðs og sölukostnaður ÁTVR er margfaldur á við allra annara vínsala samanlagt. ,,Ríkið” breytti nafninu á sér í ,,vínbúðin” og auglýsir það um allar koppagrundir en bannar svo öðrum að auglýsa ,,vín” eða ,,vínbúðir” Beinlínis er búið að dæma ,,hagnaðarsjónarmið” ÁTVR ólögleg í hæstarétti. Ef ekkert hagnaðarsjónarmið er til staðar virðist hæstiréttur og lögmaður ÁTVR hafa misskilið þá staðreynd illilega. ÁTVR er með opið til 18 á laugardögum og til 20 á föstudögum. Spyrill: Hverju eigum við von á þegar kemur að netsölunni frá þessari ríkisstjórn? Það er auðvitað ekki gott að þessi sala fari fram í einhverri lögleysu.....flestir telja þetta ólöglegt ….en þessi ríkisstjórn lætur sér velferð barna varða en aukin neysla bitnar á börnum, sýnir sig líka að þegar það er meira aðgengi, drekka foreldrar mera….. En Alma skoðar auðvitað engin gögn og sendir engin gögn til kórfélaganna hjá WHO. Samkvæmt síðustu tölum hagstofunnar (fyrir 2023) kemur fram að samfara gríðarlega auknu aðgengi dróst áfengisneysla Íslendinga saman um 19%! Nú vitum við alveg hvað sagt hefði verið ef tölfræðin hefði verið í hina áttina en úr því gögnin henta ekki þá eru þau ekki nefnd. Varðandi ávirðingar svæfingalæknisins Ölmu um lögmæti verslunar hér á landi þá má nefna að fyrir liggur yfirlýsing frá forstjóra ÁTVR um að ,,einkaleyfi ÁTVR” sé ekki lengur til staðar. Slík yfirlýsing skiptir Ölmu auðvitað engu máli en yfirgripsmikil vanþekking hennar á lögfræði er líklega á pari við dómgreindarleisi hennar á öðrum sviðum í hennar fyrra starfi. Alma: „Og það er annað með þessa einkasölu ríkisins að hagnaðurinn sem að ég held að hafi verið 33 milljarðar árið 23 eða 4, hann hrekkur þó allavega upp í þennan samfélagslega kostnað og mér findist því glapræði ef ríkið gæfi það frá sér.” Nú hef ég áður leiðrétt Ölmu fyrir að vísvitandi víxla áfengisgjaldi og hagnaði ÁTVR. Alma veit fullvel að áfengisgjald er innheimt í tolli og hefur ekkert með ÁTVR að gera en engu að síður kýs hún að ljúga enda helgar tilgangurinn meðalið hjá lækninum. Sannleikurinn er sá að tap er á verslunar hluta ÁTVR sem er niðurgreitt með tóbaks heildsölu (já ÁTVR sér um heildsölu fyrir tóbaks heildsala - engin veit af hverju) Þannig myndi hið opinbera (og auðvitað íslenskt samfélag allt) hagnast meira á að leggja niður einokunarverslunina heldur en að reka hana. Það sem svo einkennir málflutning þeirra sem kenna sig við lýðheilsu er að slíkir virðast hafa lært hvað þeir eigi að hugsa en ekki hvernig eigi að hugsa. Höfundur er eigandi Sante.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun