Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 3. mars 2025 15:31 Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar