Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 3. mars 2025 15:31 Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun