Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 08:03 Serena Williams hefur fjárfest í nokkrum íþróttafélögum eftir að tennisferlinum lauk. Getty/Lionel Hahn Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams er alls ekki hætt að skipta sér af íþróttum þó að spaðinn sé kominn á hilluna. Hún er nú orðin einn af eigendum nýs körfuboltafélags. Williams, sem vann 23 risamót á sínum ferli, er kominn í eigendahóp Toronto Tempo. Þetta kanadíska lið var stofnað í vetur og verður á næsta ári fyrsta liðið utan Bandaríkjanna til þess að spila í WNBA-deildinni. „Þessi stund snýst ekki bara um körfubolta heldur að sýna hið sanna gildi og getu íþróttakvenna. Ég hef alltaf sagt það að kvennaíþróttir séu ótrúlega gott fjárfestingartækifæri,“ sagði Williams. Eftir að næsta tímabili lýkur í október mun Toronto Tempo, ásamt nýju liði frá Portland, taka þátt í leikmannavali til að fylla í leikmannahóp sinn. Aðaleigandi Toronto Tempo er Kilmer Sports Ventures, undir forystu Larry Tanenbaum, en forseti félagsins er Teresa Resch. „Ég er spennt fyrir því að ganga til liðs við Larry og Kanada allt í að búa til og skrá sögu þessa nýja WNBA-félags,“ sagði hin sigursæla Williams. Í tilkynningu frá Toronto segir að Williams muni meðal annars koma að hönnun á treyjum nýja félagsins og vörum tengdum félaginu. „Serena Williams er goðsögn, fyrirmynd og með kraft til að breyta heiminum,“ sagði Tanenbaum. „Hún hefur unnið fyrir öllum sínum árangri með dugnaði, þrautseigju og ákveðni þrátt fyrir endalausar áskoranir. Hún stendur fyrir nákvæmlega það sem að Tempo á að standa fyrir. Við gætum ekki verið stoltari af því að hafa Serenu í okkar liði,“ sagði Tanenbaum. Williams hefur áður eignast hluta í Miami Dolphins, Angel City FC og Los Angeles Golf Club. WNBA Tennis Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Fótbolti Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Fótbolti Einhenta undrið ekki í NBA Körfubolti FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Fótbolti „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fótbolti Penninn á lofti í Keflavík Körfubolti Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Handbolti „Þvílík vika“ hjá Andreu Sport Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Basile áfram á Króknum „Ætluðum ekki að leyfa þeim að fagna titli á okkar heimavelli“ Pacers knúðu fram oddaleik Íslensku stelpurnar unnu silfrið á Norðurlandamótinu Sjá meira
Williams, sem vann 23 risamót á sínum ferli, er kominn í eigendahóp Toronto Tempo. Þetta kanadíska lið var stofnað í vetur og verður á næsta ári fyrsta liðið utan Bandaríkjanna til þess að spila í WNBA-deildinni. „Þessi stund snýst ekki bara um körfubolta heldur að sýna hið sanna gildi og getu íþróttakvenna. Ég hef alltaf sagt það að kvennaíþróttir séu ótrúlega gott fjárfestingartækifæri,“ sagði Williams. Eftir að næsta tímabili lýkur í október mun Toronto Tempo, ásamt nýju liði frá Portland, taka þátt í leikmannavali til að fylla í leikmannahóp sinn. Aðaleigandi Toronto Tempo er Kilmer Sports Ventures, undir forystu Larry Tanenbaum, en forseti félagsins er Teresa Resch. „Ég er spennt fyrir því að ganga til liðs við Larry og Kanada allt í að búa til og skrá sögu þessa nýja WNBA-félags,“ sagði hin sigursæla Williams. Í tilkynningu frá Toronto segir að Williams muni meðal annars koma að hönnun á treyjum nýja félagsins og vörum tengdum félaginu. „Serena Williams er goðsögn, fyrirmynd og með kraft til að breyta heiminum,“ sagði Tanenbaum. „Hún hefur unnið fyrir öllum sínum árangri með dugnaði, þrautseigju og ákveðni þrátt fyrir endalausar áskoranir. Hún stendur fyrir nákvæmlega það sem að Tempo á að standa fyrir. Við gætum ekki verið stoltari af því að hafa Serenu í okkar liði,“ sagði Tanenbaum. Williams hefur áður eignast hluta í Miami Dolphins, Angel City FC og Los Angeles Golf Club.
WNBA Tennis Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Fótbolti Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Fótbolti Einhenta undrið ekki í NBA Körfubolti FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Fótbolti „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fótbolti Penninn á lofti í Keflavík Körfubolti Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Handbolti „Þvílík vika“ hjá Andreu Sport Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Basile áfram á Króknum „Ætluðum ekki að leyfa þeim að fagna titli á okkar heimavelli“ Pacers knúðu fram oddaleik Íslensku stelpurnar unnu silfrið á Norðurlandamótinu Sjá meira