Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 11:02 Það kemur ýmislegt upp á yfirborðið í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildaþáttaraðarinnar Vísir/Samsett mynd Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, gaf sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton loforð þess efnis að hann myndi ekki reyna að fá Max Verstappen til liðs við Mercedes frá Red Bull Racing á meðan að Bretinn væri ökumaður liðsins. Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli. Akstursíþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli.
Akstursíþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira