Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. mars 2025 19:25 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech, og Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri. Vísir Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. Leikskólamálin báru á góma í ræðu Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. „Eins og allir vita í þessum sal þá eru fyrirtækjaleikskólar ekki á dagskrá þessa nýja meirihlutasamstarfs sem við kynnum hér í dag,“ segir Skúli. Borgarlögmaður hafi fengið það hlutverk í tíð síðasta meirihluta að skilgreina samningsmarkmið og skilyrði borgaranna fyrir slíkri starfsemi, og niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækjaleikskólar væru frávik frá þeirri almennu reglu að börn séu tekin inn í leikskóla eftir aldursröð og passað væri upp á jafnræðisregluna. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir fyrirtækjaleikskóla ekki á dagskrá nýja meirihlutasamstarfsins.Vísir/Vilhelm Kreddustjórnmál ráði för Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir það ekki koma á óvart að nýr meirihluti hafi ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla, sem Framsókn hafi reynt að fá samþykktar í síðasta meirihluta, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir leitt að meirihlutinn láti kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim,“ segir Einar. Hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech hafi verið langt komnar. „Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til.“ Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Alvotech Tengdar fréttir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Leikskólamálin báru á góma í ræðu Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. „Eins og allir vita í þessum sal þá eru fyrirtækjaleikskólar ekki á dagskrá þessa nýja meirihlutasamstarfs sem við kynnum hér í dag,“ segir Skúli. Borgarlögmaður hafi fengið það hlutverk í tíð síðasta meirihluta að skilgreina samningsmarkmið og skilyrði borgaranna fyrir slíkri starfsemi, og niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækjaleikskólar væru frávik frá þeirri almennu reglu að börn séu tekin inn í leikskóla eftir aldursröð og passað væri upp á jafnræðisregluna. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir fyrirtækjaleikskóla ekki á dagskrá nýja meirihlutasamstarfsins.Vísir/Vilhelm Kreddustjórnmál ráði för Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir það ekki koma á óvart að nýr meirihluti hafi ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla, sem Framsókn hafi reynt að fá samþykktar í síðasta meirihluta, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir leitt að meirihlutinn láti kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim,“ segir Einar. Hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech hafi verið langt komnar. „Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til.“
Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Alvotech Tengdar fréttir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06