Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. mars 2025 11:01 Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Af hverju kílómetragjald? Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun