Pick Szeged tapaði á móti Íslendingalausu liði Magdeburg en Kolstad réð ekki við sterkt lið Barcelona á útivelli.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk úr aðeins sjö skotum fyrir Kolstad sem tapaði með níu marka mun á móti Barcelona, 36-27. Barcelona var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-15.
Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir skoruðu báðir, Arnór tvö mörk en Benedikt eitt. Báðir áttu þeir líka sitthvora stoðsendinguna. Sveinn Jóhannsson náði ekki að skora.
Sigvaldi varð næst markahæstur í norska liðinu á eftir Simon Jeppsson sem skoraði tíu mörk.
Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged töpuðu með sjö marka mun á útivelli á móti Magdeburg, 31-24, en Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon spiluðu ekki með Magdeburg egna meiðsla. Það var jafnt í hálfleik, 13-13, en Magdeburg stakk af á lokasprettinum.
Janus Daði skoraði fjögur mörk og varð næst markahæstur hjá Szeged. Mario Sostaric var langmarkahæstur með ellefu mörk.