Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 08:41 Einar Þorsteinsson segir sorglegt að nýr meirihluti ætli ekki að ganga til samstarfs við Alvotech, eða önnur fyritæki, um uppbyggingu leikskóla. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil. Fram kom í fréttum í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði sem borgarstjóri og fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar er forsætisráðherra með um 2,8 milljónir í laun og forseti Íslands með 3,9 milljónir. „Það sem er óvenjulegt við laun núverandi borgarstjóra er að hann gegnir formennsku í stjórn sambandsins og þar eru dálítið há laun fyrir stjórnarformennskuna,“ segir Einar og að það sé líka gríðarleg vinna. Einar fór yfir launamálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg hægt að hafa skoðun á því að fólk eigi ekki að hafa svona há laun og nefnir borgarstjóra, forsætisráðherra og forseta Íslands. Það verði þó á sama tíma að líta til þess að til þessa fólks eru gerðar miklar kröfur. „Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta,“ segir Einar. Mikilvægt að sitja í stjórn Slökkviliðs Hann fór aðeins yfir hlutverk borgarstjóra, og annarra bæjarstjóra, í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin reki slökkviliðið og fari fyrir það á þessum fundum auk almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Einar segir þetta skipta miklu máli. Einar ræddi einnig leikskólamálin í Bítinu en tilkynnt var í vikunni að nýr meirihluti í Reykjavík ætli ekki að styðja við uppbyggingu nýrra leikskóla innan vinnustaða Alvotech er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hafið samstarf við borgina um byggingu nýrra leikskóla. Einar sagði Arion einnig stefna að uppbyggingu dagforeldraúrræðis og Landspítalinn hafi sýnt þessu samstarfi áhuga. Einar sagði hugmyndina að helmingur barnanna á til dæmis leikskólanum sem Alvotech ætlar að byggja ætti að vera frá Reykjavík, því hverfi sem leikskólinn er í, og hinn helmingurinn börn starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið legði til leikskólann sjálfan, húsnæðið og aðstöðuna, en Reykjavík hefði svo borgað með hverju barni eins og það gerir í öðrum leikskólum, einkareknum og þeim sem þau reka sjálf. „Þetta var okkar leið til að skjóta fleiri stoðum og prófa eitthvað nýtt,“ segir Einar og að það hafi ekki verið hagnaðarsjónarmið að baki þessu. Fyrirtækin væru að leggja orðspor sitt undir í þessu verkefni. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta sé ljóst að þau myndu ekki fá greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. „Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Einar og að nýr meirihluti þurfi að svara foreldrum „af hverju þau eru ekki tilbúin að taka í útrétta hönd“. Hann segist hafa tekið leikskólamálin í sínar hendur þegar hann tók við sem borgarstjóri, því hann taldi þetta ganga of hægt, þau hafi búið til plan um einingahús á lóðum þar sem eru leikskólar fyrir. „Þetta plan er tímasett, tilbúið og fjármagnað og er á fullum gangi,“ segir Einar en að þó það verði fullklárað við lok kjörtímabils verði enn 300 börn á biðlista við lok þess. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Alvotech Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Bítið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði sem borgarstjóri og fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar er forsætisráðherra með um 2,8 milljónir í laun og forseti Íslands með 3,9 milljónir. „Það sem er óvenjulegt við laun núverandi borgarstjóra er að hann gegnir formennsku í stjórn sambandsins og þar eru dálítið há laun fyrir stjórnarformennskuna,“ segir Einar og að það sé líka gríðarleg vinna. Einar fór yfir launamálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg hægt að hafa skoðun á því að fólk eigi ekki að hafa svona há laun og nefnir borgarstjóra, forsætisráðherra og forseta Íslands. Það verði þó á sama tíma að líta til þess að til þessa fólks eru gerðar miklar kröfur. „Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta,“ segir Einar. Mikilvægt að sitja í stjórn Slökkviliðs Hann fór aðeins yfir hlutverk borgarstjóra, og annarra bæjarstjóra, í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin reki slökkviliðið og fari fyrir það á þessum fundum auk almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Einar segir þetta skipta miklu máli. Einar ræddi einnig leikskólamálin í Bítinu en tilkynnt var í vikunni að nýr meirihluti í Reykjavík ætli ekki að styðja við uppbyggingu nýrra leikskóla innan vinnustaða Alvotech er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hafið samstarf við borgina um byggingu nýrra leikskóla. Einar sagði Arion einnig stefna að uppbyggingu dagforeldraúrræðis og Landspítalinn hafi sýnt þessu samstarfi áhuga. Einar sagði hugmyndina að helmingur barnanna á til dæmis leikskólanum sem Alvotech ætlar að byggja ætti að vera frá Reykjavík, því hverfi sem leikskólinn er í, og hinn helmingurinn börn starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið legði til leikskólann sjálfan, húsnæðið og aðstöðuna, en Reykjavík hefði svo borgað með hverju barni eins og það gerir í öðrum leikskólum, einkareknum og þeim sem þau reka sjálf. „Þetta var okkar leið til að skjóta fleiri stoðum og prófa eitthvað nýtt,“ segir Einar og að það hafi ekki verið hagnaðarsjónarmið að baki þessu. Fyrirtækin væru að leggja orðspor sitt undir í þessu verkefni. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta sé ljóst að þau myndu ekki fá greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. „Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Einar og að nýr meirihluti þurfi að svara foreldrum „af hverju þau eru ekki tilbúin að taka í útrétta hönd“. Hann segist hafa tekið leikskólamálin í sínar hendur þegar hann tók við sem borgarstjóri, því hann taldi þetta ganga of hægt, þau hafi búið til plan um einingahús á lóðum þar sem eru leikskólar fyrir. „Þetta plan er tímasett, tilbúið og fjármagnað og er á fullum gangi,“ segir Einar en að þó það verði fullklárað við lok kjörtímabils verði enn 300 börn á biðlista við lok þess.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Alvotech Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Bítið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira