Sport

Steig á úðara og meiddist á hné

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
St. Louis Cardinals valdi Jordan Walker í 1. umferð nýliðavals MLB-deildarinnar 2020.
St. Louis Cardinals valdi Jordan Walker í 1. umferð nýliðavals MLB-deildarinnar 2020. ap/Jeff Roberson

Jordan Walker, leikmaður St. Louis Cardinals í MLB-deildinni í hafnabolta, meiddist á nokkuð sérstakan hátt á dögunum.

Í 3. lotu í leik gegn Washington Nationals á þriðjudaginn náði Walker boltanum. En eftir að hann kastaði honum í burtu var ljóst að eitthvað var ekki í lagi.

Walker kenndi sér nefnilega meins í hnénu eftir að hafa stigið á úðara á grasinu. Hann yfirgaf völlinn áður en lotan kláraðist.

Hné Walkers bólgnaði á miðvikudaginn og hann fór í kjölfarið í skoðun. Blessunarlega fyrir hann sáust engar meiri háttar skemmdir á hnénu.

Cardinals ákváðu hins vegar að hvíla Walker í viku og taka stöðuna eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×