Sport

Úr­slitin ráðast í úr­vals­deildinni í keilu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn ungi Mikael Aron verður í eldlínunni í kvöld.
Hinn ungi Mikael Aron verður í eldlínunni í kvöld.

Í kvöld kemur í ljós hver verður fyrsti meistarinn í úrvalsdeildinni í keilu og það í beinni á Stöð 2 Sport.

Hafþór Harðarson, Mikael Aron Vilhelmsson og Hinrik Óli Gunnarsson eru þegar komnir í úrslitin eftir að hafa unnið sína riðla.

Það er aftur á móti eitt laust sæti í úrslitunum. Linda Hrönn Magnúsdóttir, Gunnar Þór Ásgeirsson og Ísak Birkir Sævarsson munu nefnilega mætast í umspili í kvöld um hvort þeirra fær síðasta miðann í úrslitin.

Það verður ekkert svigrúm í umspilinu því keilararnir spila aðeins einn leik og hæsta skorið kemst inn í úrslitin.

Allt undir í hverjum leik

Þeir sem eru þegar komnir í úrslitin spila líka einn leik upp á styrkleikaröðun. Þar verður að miklu að keppa því hæsta skorið mun sitja hjá þar til í sjálfum úrslitaleiknum.

Það verður því spilað í úrslitum með útsláttarfyrirkomulagi.

Sá sem fær lægsta skorið spilar við þann sem fékk næstlægsta skorið. Tvö bestu skorin sitja hjá í fyrstu umferð.

Sá sem vinnur fyrsta leikinn spilar svo við þann með næsthæsta skorið. Það eru hin raunverulega undanúrslit því sigurvegari þess leiks spilar við keilarann með hæsta skorið til úrslita í úrvalsdeildinni.

Útsendingin hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×