„Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 17:45 Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska. Bjarni/Aðsend Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala. Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“ Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“
Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira