Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:02 Tölustafurinn 0 blasti við á þessu skilti við Hellisheiði fyrir tæpum þremur vikum en talan hefur verið uppfærð eftir fjölda banaslysa á síðustu dögum. vísir/Sigurjón Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira