Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði skýjað og sums staðar lítilsháttar súld, en bjartviðri suðaustanlands.
„Léttir víða til með morgninum og allvíða léttskýjað seinnipartinn. Svipað veður á morgun, miðvikudag og hitatölur þokkalegar þegar tekið er mið af árstíðinni, en hiti verður yfir daginn 3 til 9 stig, einna mildast á Suðausturlandi. Víða má búast við vægu næturfrosti, einkum þar sem vindur er hægur og bjart yfir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðvestlæg átt, 5-13 m/s, hvassast úti við sjávarsíðuna. Skýjað að mestu, en yfirleitt bjart suðaustantil. Hiti 1 til 9 stig að deginum, mildast syðst.
Á fimmtudag: Norðvestan 8-13 m/s við suðurströndina, en annars hæg breytileg átt. Dálítil él norðaustantil, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Heldur svalara í bili.
Á föstudag: Suðvestan 8-15 m/s og sums staðar dálítil væta, einkum vestantil, en að mestu bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.
Á laugardag: Suðvestanátt með dálítilli vætu um landið vestanvert, en yfirleitt bjart um landið norðaustanvert. Milt um land allt.
Á sunnudag: Sunnanátt og væta af og til vestast, annars þurrt og bjart veður austantil. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt en annars svipað veður áfram.