Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Boði Logason skrifar 12. mars 2025 14:53 Ungir og efnilegir skákiðkendur keppa á Evrópumótinu í Skák í vor. Þau verða yngstu keppendurnir og jafnframt einu leikskólabörnin. Laufásborg Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins halda tónleika á föstudaginn til styrktar leikskólabörnum sem eru á leið á Evrópumeistaramótið í skák í vor. Það eru börn á leikskólanum Laufásborg sem halda alla leið til Rúmeníu í vor til að taka þátt á mótinu og verður íslenski hópurinn sá yngsti sem keppir þar - og jafnframt einu leikskólabörnin. Skák hefur verið kennt á leikskólanum frá árinu 2008 þegar að Omar Salama hóf þar störf. Skákstarfið hefur vaxið mikið síðan þá og hefur leikskólinn sent nokkra hópa á EM í íþróttinni. Hildur María Haarde er foreldri eins af liðsmönnum skáksveitarinnar og segir hún mikla eftirvæntingu ríkja innan hópsins. „Þetta er auðvitað alveg einstakt og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu verkefni. Börnin geta ekki beðið eftir að keppa við keppendur frá öðrum löndum,“ segir hún. Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, er á meðal þeirra sem koma fram á föstudagskvöldið í Safnahúsinu.Vísir/Vilhelm Til að hópurinn komist alla leið á leiðarenda þá hafa foreldrar og fleiri hjálpað til að safna fyrir ferðinni. Þau hafa selt múslí, gefið út matarbók, selt skákborð og klukkur og margt fleira síðustu mánuði. Á föstudaginn næstkomandi ætla nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins að hjálpa krökkunum og halda tónleika í Safnahúsinu undir yfirskriftinni Kærleikstónleikar. Þau sem stíga á stokk eru GDRN, Arnmundur Backman, Unnsteinn Manuel, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 en húsið opnar klukkan 20. Tónlist Leikskólar Skák Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Það eru börn á leikskólanum Laufásborg sem halda alla leið til Rúmeníu í vor til að taka þátt á mótinu og verður íslenski hópurinn sá yngsti sem keppir þar - og jafnframt einu leikskólabörnin. Skák hefur verið kennt á leikskólanum frá árinu 2008 þegar að Omar Salama hóf þar störf. Skákstarfið hefur vaxið mikið síðan þá og hefur leikskólinn sent nokkra hópa á EM í íþróttinni. Hildur María Haarde er foreldri eins af liðsmönnum skáksveitarinnar og segir hún mikla eftirvæntingu ríkja innan hópsins. „Þetta er auðvitað alveg einstakt og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu verkefni. Börnin geta ekki beðið eftir að keppa við keppendur frá öðrum löndum,“ segir hún. Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, er á meðal þeirra sem koma fram á föstudagskvöldið í Safnahúsinu.Vísir/Vilhelm Til að hópurinn komist alla leið á leiðarenda þá hafa foreldrar og fleiri hjálpað til að safna fyrir ferðinni. Þau hafa selt múslí, gefið út matarbók, selt skákborð og klukkur og margt fleira síðustu mánuði. Á föstudaginn næstkomandi ætla nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins að hjálpa krökkunum og halda tónleika í Safnahúsinu undir yfirskriftinni Kærleikstónleikar. Þau sem stíga á stokk eru GDRN, Arnmundur Backman, Unnsteinn Manuel, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 en húsið opnar klukkan 20.
Tónlist Leikskólar Skák Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira