Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 06:02 Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun