Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2025 07:33 Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar