Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 10:24 Ráðleggingar um ósannreyndar meðferðir eins og hnykkingar og liðlosun geta seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð við algengum einkennum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira