„Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. mars 2025 19:01 Kristján Örn Kristjánsson átti góðan leik fyrir Ísland eftir langa fjarveru frá íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag. Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira